Dúddinn sem eigi er eitís
4.6.09
4.5.09
29.3.09
3.3.09
Jæja, þá er Jóhanna orðin 6 mánaða:
Hér er hún að leika við mömmu sína. Hún situr orðið í stól, borðar graut og er alltaf í banastuði.
6.2.09
2.1.09
6.12.08
1.11.08
21.10.08
Hljómsveitin 'Fucked Up' (já, ég veit, þetta er eitthver lélegasta nafn á hljómsveit sem um getur) er klárlega sörpræs ársins só far. Annað eins hefur ekki gerst síðan Battles komu með Rokk og Ról v2.0 í fyrra. Það mætti halda að GG Allin hafi verið ráðinn sem nýr söngvari hjá Fugazi. Hljómar á yfirborðinu sem enn eitt leiðinda-hardkor draslið en svo er þetta bara yfirflæðandi af hugmyndum, músíkk og alvöru SONGWRITING. Ekki spillir að þetta er pródúserað alveg í unaðslegt Shoegazer-mauk.
Jóhanna Eldey stækkar og stækkar, er farin að skælbrosa (einhverra hluta vegna er hún kátust þegar hún vaknar á morgnana, toppið það!) og verður mannalegri með hverjum deginum. Gunna er að reyna að móta n-k rútínu fyrir þær mæðgur. Ég er farinn að vinna aftur, sko, tek 3ja mánaða törn næsta sumar, þegar hún lifir ekki lengur á 100% mömmumjólk. Set inn myndir bráðum, stefni að því að setja inn nýja mynd (eða e.t.v. Jútjúb) um hver mánaðamót.
Efnahagskreppan, bla, blA, BLAAAAAAAAA!!! Er hún ekki bara í rassgatinu á þér?
29.9.08
Litla stelpan okkar hefur fengið nafnið Jóhanna Eldey.
Hér er vídeó af henni, liggjandi á sófanum í þrusustuði:
2.9.08
21.8.08
Já, sko, Gunna átti að eiga í fyrradag, þ.a. hún er komin 2 daga framyfir.
Flestar konur ganga samt orðið 1-2 vikur framyfir á þessum síðustu og verstu. Það er m.a.s. sjéns að við tökum stutt rölt um bæinn á menningarnótt - veit samt ekki hvernig við komumst til/frá miðbænum án vandræða...
Set svo auðvitað inn mynd/myndir þegar fæðingin er afstaðin!
27.6.08
Þarna ertu þá, blogger! Hélt ég hefði týnt aðganginum og að bloggið mitt yrði læst um alla eilífð...
Jæja, við Gunna erum að verða foreldrar núna í lok ágúst, ca. um það leyti sem fólk treðst undir hvort öðru á menningarnótt, I guess. Tek nú fæðingardeildina fram yfir það anytime.
Þið vissuð þetta auðvitað öll, er þaggi?
Sosum lítið annað að frétta, er að reyna að klára þetta blessaða Tyrklands-hitaveitu-verkefni, sem ég hef verið on and off í síðan í apríl. Sjitt, ég hef bara ekkert meira að segja!
9.1.08
AF HVERJU eru allar auglýsingar fyrir hreinsiefni, sápur, uppþvottalög, o.fl. DÖBBAÐAR? Eru íslenskir leikarar eitthvað yfir það hafnir að þrífa í leiknum auglýsingum?
9.11.07
Ég veit bara ekki hvað skal segja, Gunnar Jökull og Gissur Björn Eiríksson eru hér endurholdgaðir í hinni "ægifögru" Jan Terri frá Chicago. Sjón er sögu ríkari, hér eru myndböndin hennar.
"Losing you" breikar nýtt gránd í vídeó-vondleika. Lagið, sem er frá 1993, hljómar svolítið eins og eitthvað sem er spilað undir sjónvarpsmarkaðnum. Takið sérstaklega eftir ca. 2:30-mómentinu, þegar myndatökumaðurinn gjörsamlega missir flugið og hvað niðurfallsrörið á bak við hana er æðislega smekklegt...
"Get Down Goblin" er líka stórkostlegt í smekkleysis-orgíu sinni. Hverjum öðrum hefði dottið í hug að nota píanó til að feika það að spila á "orgel", hehe!
Mér skilst að "tónleikarnir" hennar séu þannig að hún syngur yfir geisladiskana sína, hún hefur víst gefið út alveg tvo.
Ótrúlegur listamaður! Verst hvað þessi horror er catchy og hvað maður fær þetta á heilann...AAAAAAARRRRGGGHHH!!!!!
22.10.07
Heyrðu, svo fórum við Gunna víst til Kaliforníu í sumar líka. Ég er búinn að segja öllum sem ég þekki frá þessu, hápunkturinn var klárlega Death Valley (50°C hiti og "extreme tourism" fékk þar nýja merkingu) og hitt og þetta nammilegt á Comic Con (Kevin Smith, Joss Whedon, o.m.fl.). Arizona og Nevada var nett káboj-stemmning, alveg GÍFURLEGA ólíkt Kaliforníu. Flugum með Þyrlu OFAN Í Grand Canyon (eina ástæðan fyrir því að við vorum í skítapleisinu Las Vegas var að fara í þennan túr en, hei, ég gat fengið að skjóta úr byssu í LV líka, þ.a. þetta var ekki til einskis).
San Francisco er klárlega fallegasta borg USA, við Gunna lentum á alveg stórkostlegu pöbba"rölti" með Óla úr Skátum/Graveslime/Rollunni/... og Öldu konunni hans.
L.A. var...stór. Risa-fokkíngs-stór, ég hef aldrei keyrt yfir 100 km inni í sömu borg (og þá er ég að tala um beina leið frá A til B, ekki margra klst. rúnt í hringi). Þetta er náttúrulega alveg þrusupleis, við gistum í Minutemen-Hverfinu San Pedro og keyrðum Mulholland Drive, sem var alveg geggjað.
Frábær ferð - sú besta sem við Gunna höfum farið saman í hingað til, en...nenni ekki að skrifa um þetta einu sinni enn-SORRÍ!
Ekki má heldur gleyma Danielson (a.k.a. Br. Danielson, a.k.a. Danielson Famile, a.k.a. Tri-Danielson, a.k.a. Daniel Smith), sem spiluðu 5. október í því sem kalla má mekka "rólega" indísins, Fríkirkjunni.
Hjaltalín hituðu upp (eins og áður sagði í Airwaves-bloggi), og er alveg frábært hvað akústíkkin nýtur sín vel í þessari kirkju. Alveg jafngott í bæði skiptin hjá þeim.
Það var ekki jafn óendanlega troðið og þegar Sufjan spilaði í fyrra - það var náttúrlega alveg frábært, enda var ég mættur snemma og fékk sæti fremst eins og ekkert væri sjálfsagðara. Liðið tíndist svo inn og var svo alveg fínasta mæting þegar upp var staðið.
"Ships" er alveg svakalega flott albúm og voru öll bestu lögin af henni spiluð, þ.á.m. "Bloodbook on a Half Shell", "Cast it at the Setting Sail" og "Did I Step on Your Trumpet". Skemmtileg leikskólastemmning (fólk beðið að klappa/syngja með), fyrir utan það að tónlistin var AÐEINS meira avant-garde en, tja, eiginlega flestöll tónlist. Manni dettur í hug Þrjú á Palli með Captain Beefheart innanborðs. Svo var þetta líka alveg svakalega mikið blast, þau náðu að sprengja öryggi í Fríkirkjunni og allt.
Æðislegt gigg, svo rakst ég á hinn "Kristilega" Daniel Smith, með norsku konunni sinni Elin, að fá sér í glas kl. 4 um nótt á Sirkus, kvöldið eftir. Sá svo heimildamyndina um þau "Danielson: Make a Joyful Noise Here" á sunnudagskvöldinu. Alveg hreint ógleymanleg Danielson-helgi!
Úff, hvað ég tek til baka allt slæmt sem ég hef sagt um Airwaves síðustu ár. Eftir þessa helgi - langbesta tónleikafestival sem haldið hefur verið hér á landi - er nákvæmlega allt fyrirgefið! Við Hjördís vorum assgoti gott tvíeyki á þessu stórkostlega festivali. Gunna mætti líka með mér á bæði Of Montreal giggin. Maggi Á. var líka á þessu helsta, með lánsband frá Ingvari, sem þurfti að fara til London (hann frétti það eftir að hafa keypt sér band!).
Miðvikudagur 17.10
Nennti ekki í bæinn þetta kvöld, það eina sem ég hefði kannski nennt á var unglingastúlkubandið Smoosh. Samt, var eitthvað latur þetta kvöld, eitt band réttlætir ekki ferð í bæinn.
Fimmtudagur 18.10
Rhondda & The Runestones - 8/10
Bandið var ekki jafn þétt og í fyrrahaust (þegar þau voru nýbyrjuð) en mjög fínt engu að síður. Fiona komin 7 mánuði á leið og lét það ekki aftra sér, sem er auðvitað svakapaunk! Flottustu lögin eru þau sem þau gáfu út á EP-inu um daginn.
My Summer as a Salvation Soldier - 8/10
Sá því miður ekki allt sjóvið (lenti á langri kjaftatörn) en það sem ég sá var frábært. Arnar Freyr, hinn mikli meistari frá Hornafirði (sem m.a. hefur keppt í kraftakeppni og "sungið" með pönk-snilldinni Bensedrín (músíktilraunir '99)) spilaði á bassa. Ha?!? Arnar Freyr farinn að spila á bassa í lo-fi indíbandi? Lokalagið var alveg magnað, þetta er besta bandið af þeim 4-5 (ca.) sem Þórir er í.
The Teenagers - 5/10
Æi, ég veit það ekki, hljómaði eins og Bloodhound Gang mínus fávitahúmorinn og með væmnum frönskum söngvurum. Ekki alveg málið...
Grizzly Bear - 9,5/10
Ótrúlegt stöff, hef aldrei heyrt svona músíkk áður - flott hvernig "proggrokkið" hefur ummyndast yfir í eitthvað alveg ferskt síðustu ár. Sá einmitt þátt úr sjónvarpsseríunni "Reaper" daginn eftir, þar sem lagið þeirra "On a Neck, On a Spit" var spilað í lok þáttarins, en það var einmitt hið æðislega lokalag tónleikanna. Indíhausinn Kevin Smith (sem er "consultant" í þessum sjónvarpsþáttum) hefur örugglega haft eitthvað með það að gera að nota þetta lag.
Föstudagur 19.10
Of Montreal, "In-store" í Máli & Menningu - 9,5/10
Þessi ótrúlegi dagur byrjaði af fullum krafti - Kevin Barnes og einhver massabartaður gaur (ekki ósvipaður Supergrass-söngvaranum) böstuðu fram alveg þrusuprógramm á sinn hvorn kassagítarinn, meðan þriðji meðlimurinn hristi tambúrínu á bakvið þá. "Suffer for Fashion" var þrusuflott og "Heimdallsgate as a Promethian Curse" held ég að sé flottasti akústíkk gítarperformans sem ég hef séð. Slatti af koverum líka, eitt Bowie-lag, eitt Fleetwood Mac (!) lag, o.fl. Magnaði upp spennu fyrir það sem koma skyldi um kvöldið.
Búdrýgindi- 7/10
Sá ekki mikið með þessum fyrrverandi táningum (sem eru náttúrulega orðnir fullorðnir í dag) en þetta var svona...lala. Hálfgert svona MOR rokk en góður performans engu að síður.
Sudden Weather Change - 9/10
Indíband sem ég hef aldrei heyrt um. Kannast við bassaleikarann (Bergur) en það er allt of sumt. Mikið SVAKALEGA var þetta annars flott gigg! Þessir gaurar eru varla mikið meira en tvítugir en eru greinilega á leiðinni að verða eitt besta indíband landsins. Míni-riot hjá áhorfendum (einn hellti yfir mig 1/2 bjór með slammi) og miklu geggjaðri stemmning en venjulega, þrátt fyrir að aðeins hafi verið ca. 50 manns inni í sal. Nett "...trail of dead" áhrif en auðvitað miklu meira í þessa meistara spunnið en að líkja þeim við eina hljómsveit.
Jan Mayen - 8,5/10
Annar íslenskur indírisi, orðið langt síðan ég hef séð þá og þeir voru miklu betri en mig minnti. Nick Cave er alvöru moððerfokker, þar er ég sko 100% sammála!
Reykjavík - 8/10
Reykjavík er eitt besta starfandi band landsins en mikið ROSALEGA þurfa þeir að fara að skipta um prógramm! Af hverju í andskotanum spilið þið ekki bestu lögin af "Glacial Landscapes...", s.s. "Jesus meets Daniel San" eða "Advanced Dungeons & Dragons"? Ókei, þeir tóku "You Always Kill" en spiluðu annars sama stöffið og hafa verið á öllum tónleikum með þeim þetta árið. Nýju EP lögin eru t.d. ekki nærri því jafngóð og "Glacial"-stöffið. Ég elska þetta band út af lífinu en: Betra prógramm næst, plís!
Deerhoof - Sprengir alla skala
Heimsins besta starfandi hljómsveit hélt, síðasta föstudagskvöld, bestu tónleika þessa áratugar - ef ekki þessarar aldar, því ég get ómögulega séð hvernig þetta geti mögulega verið toppað. Ekki nema að Fugazi byrji aftur, eða eitthvað áður óþekkt ofurafl í rokki komi fram.
Ég hreinlega veit ekki hvað skal segja - Ég sá einn Greg Saunier setjast við trommusettið en a.m.k. 37 Greg Saunierar virtust vera að spila á það. Þessi klassískt-menntaði meistari þrusaði hjartslættinum langt upp fyrir 200 með ómennskum helvítis trommuleik. Hann var stanslaust að missa/brjóta kjuða og var örugglega með 10-20 stykki liggjandi til vara, eins og hráviði út um allt undir settinu.
Pínulítil guðumlík asísk kona, Satomi Matsuzaki, sveif um sviðið og virtist ekki hafa neitt fyrir því að spila á bassa sem var 10 sinnum stærri en hún - notar e.t.v. sömu tækni og landar hennar, júdókapparnir, sem nota sér þyngd andstæðingsins. Besta mómentið (eitt af endalaust mörgum): Hún var með einhverja fugladúkku sem pípti, þegar hún var kreist (notaði þetta í intró á lagi). Svo fór hún að spila á bassann, dansa um sviðið og var með fugldúkkuna Á ÖXLINNI á meðan!
John Dieterich virtist geta spilað hvaða hljóðfæri sem var á gítarinn með risaeffektasafninu sínu, meðan hann gnísti tönnum og þrumaði unaðslegum hávaða-hamförum yfir stjarft krávdið.
Deerhoof náðu að spila innihald massífs 2ja tíma prógramms á aðeins 45 mínútum. Ég er ekki viss, þetta voru eitthvað á milli 10-20 lög, blastað án afláts, af algjörri brjálæðislegri ástríðu. Ekki ein einasta nanósekúnda fór til spillis í þessu setti. Áhorfendur voru náttúrlega sturlaðir, fyrrnefndur Of Montreal-söngvari með bartana gat ekki annað en látið það eftir sér að horfa á nokkur lög, þótt hann ætti að vera að gera klárt yfir í Hafnarhúsi. Það er reyndar hreinasti skandall frá því að segja að ég eigi ekki nema 3 stúdíóplötur með Deerhoof (enda tók ég rispu á Amazon áðan). Ég sveif nánast orðlaus og ringlaður yfir á Hafnarhús eftir þetta, það liggur við að maður hafi þurft áfallahjálp eftir þessi ósköp!
Þetta var betra en Sufjan, betra en Sonic Youth, betra en Flaming Lips (eina frábæra Airwaves-bandið til þessa), sjitt, þetta var m.a.s. betra en ...And You Will Know Us by the Trail of Dead. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að gefa þessu einkunn, enda svo endalaust langt yfir það hafið.
Of Montreal - 9,5/10
Ég var náttúrlega svo lifandis langt frá því að vera lentur eftir Deerhoof þegar OM byrjuðu. Gunna hafði mætt ca. korteri á undan mér í langa biðröðina v. Hafnarhús og ég náði að "kötta" m.þ.a. fara með henni inn. Ég veit, svona gerir maður ekki, tja, nema maður sé í íslenskri biðröð. Annars held ég að allir hafi komist inn, enda var ekkert svo brjálæðislega troðið...
Of Montreal eru klárlega með eina bestu plötu þessa árs, sem er einmitt svo góð af því að hún er "konseptalbúm". Þetta er nokkuð sem skilar sér ekki endilega læv en samt var alveg frábært að sjá Kevin Barnes á kafi í glimmeri og flott vídeósjóv hjá bandinu. Ég þekkti minna en helminginn af þessum lögum og fannst öll "Hissing Fauna"-lögin auðvitað lang best, aðallega "Heimdallsgate...", "Bunny ain't no kind of Rider" og "She's a Rejector". Það er náttúrlega rugl að sjá þetta svona strax á eftir Deerhoof (ég væri alveg til í að sjá OM aftur á sér-tónleikum). Samt, klárlega einn af hápunktum Airwaves fyrr eða síðar. Við Gunna höfum allavega aldrei farið saman á betri tónleika!
Laugardagur 20.10
Hjaltalín - 9/10
Þessar elskur hituðu upp fyrir Danielson (sjá næsta blogg) og voru, að ég held með sama prógramm núna. Mikið rosalega finnst mér ósanngjarnt þegar þau eru stimpluð sem eitthvað Arcade Fire-klón, þau spila allt öðruvísi lög og hafa það eitt sameiginlegt með AF að vera fjölmenn og spila á akústík-hljóðfæri.
Ég held að þau viti ekki hvað "tæknilegir örðugleikar" eru, enda gekk allt 100% upp hjá þeim. Hlakka til að heyra plötuna með þeim, sem kemur víst út í nóvember (skv. söngkonunni í bandinu).
Annuals - 8,5/10
Mjög spes band, voru í ekkert ósvipuðum pakka og Grizzly Bear, bara miklu kaótískari og FLEIRI. Söngvarinn var alveg nöts, sveiflandi tungunni í allar áttir. Samt, ekki jafn gott band og Grizzly og ekki jafn eftirminnilegt og ég vonaðist til en...rosafínt, engu að síður.
Hafdís Huld - 7/10
Sá þetta ekki allt saman, bara ca. fyrri helminginn. Ekkert sérstakt, fyrir utan "Tomoko", sem er stórskemmtilegt lag.
!!! - 9,5/10
Ég var - með hálfum huga þó - að spá í að sjá Bloc Party. Hjördís fékk reyndar þá snilldarhugmynd að flýja fyrirséða sardínudós í Hafnarhúsinu (sem auðvitað reyndist svo vera rétt hjá henni) og tjilla fram að vitleysingabandinu Dr. Spock og reyna að mæta snemma í það, sem við héldum að væri endalaus Nasa-röð. Kemur á daginn að ca. 5-10 manneskjur stóðu fyrir utan Nasa! Við náttúrulega rukum inn og sáum megnið af !!! prógramminu, sem var tiltölulega nýbyrjað. Þetta var svo bara alveg æðislegt gigg! Allir diskópaunk-fordómar ruku út um gluggann og við Hjördís dembdum okkur inn í kreisí klúbbaliðið sem fyllti hálfan Nasa-salinn, hoppandi eins og vitleysingar. Gríðarlegt rokk og ról, þrátt fyrir danstaktinn, enn ein rósin í hnappagatið, sérstaklega þar sem það hvarflaði ekki að mér að ég kæmist á þetta.
Dr. Spock - 9/10
Þessir "Mr. Bungle" Íslands vinna gríðarlega á, sérstaklega er gaman að "The Songs of Equador". Alveg ótrúlegt hversu mikinn hávaða eitt band getur framleitt! Ég hef ekki almennilega náð að átta mig á þessu yndislega rokk-messi, en ætla svo sannarlega að halda áfram að mæta á tónleika me þeim. Það er bara ekki hægt að fá leiða á Óttarri Proppé! Það ægir öllum andskotanum saman í þessum uppþvottahanska-pervertisma (hvað er þetta eiginlega með þessa hanska?!?).
Svona lauk þessu þá. Það er varla að ég þori á Airwaves aftur, enda vandséð hvort hátíðin komist nokkurn tímann í hálfkvisti við þessa. Hef ekki einu sinni tímt að klippa bandið af mér ennþá!
18.7.07
Nei, sko!!! Deerhoof eru að koma!!!! (Fyrsta - og e.t.v. síðasta - Moggabloggið mitt).
Þetta, auk Of Montreal, gerir aðra tónleika á árinu algjörlega óþarfa.
HÚRRA FYRIR AIRWAVES, LOKSINS EITTHVAÐ VIRKILEGA ALMENNILEGT!!!
2.7.07
Ca. eitt blogg á mánuði síðan um áramót...er það ekki andsk. nóg?!?
Ég er að fara á Hornstrandir eftir viku. Verð í viku.
Ég er að fara til S-Kalifornínu eftir 3 1/2 viku. Verð í 3 1/2 viku.
Næs symmetría í þessu, þaggi?
Mun að sjálfsögðu lifa algjöru hellisbúalífi á Hornströndum - þurrfæði, alvöru bakpoki, tjald og læti. Verðum ca. 8 saman. Plís, vera svona veður þá!!
Kalifornía er auðvitað garanterað blússandi heitt, sól og læti. Comic-Con í San Diegó verður þar fyrst á dagskrá. "Nerd-Watching" dauðans, djöfull verður gaman að því! Heroes-liðið verður víst þarna útumallt, pródúsentar og leikarar, þ.á.m. Japanski Hiroinn, eini og sanni.
Death Valley, Arizona, LA (helst Minutemen-slóðir í San Pedro líka), Sideways-túr, Frisco o.fl. líka á lauslegu plani. Rússíbana-óverdós í Magic Mountain og svo VERÐ ég að fá að skjóta úr einhverjum hillbillía-ofurhernaðarbyssum líka - fékk forsmekkinn af þessu á Hawaii um árið (Magnum og svona), fæ vonandi að prófa eitthvað stærra.
Hef ekkert séð af tónleikum síðan í vetur (skýrir e.t.v. strjál blogg...). Bíð eiginlega bara eftir Of Montreal í haust, á Airwaves. Borga 6.000 kallinn gagngert til að sjá þennan ofurmeistara, er nokkuð sama um allt hitt. Nenni ekki á eitthvað troðsl í Kalif. - rekst kannski á eitthvað öndergránd (e.t.v. eftir Comic-Con hitting með einhverjum nördum), annars ekki við miklu að búast frá lélegu So-Cal "pönki", sem tröllríður öllu þarna. Þessi landshluti hefur ekki borið sitt barr síðan örlí eitís, nú eða eftir að Minutemen hættu 1985. Deerhoof tími ég heldur ekki að sjá í einhverju stadium-tjóni, vil bara fá þau til ÍSLANDS!
15.6.07
Hvaða orð í íslensku er með flestum A-um?
"Vararafaflgjafa" (þágufall, sko).
Í hvaða setningu kemur "og" 5 sinnum fyrir í röð?
Verkstjóri hjá skiltagerð skammar starfsmann: 'Það er allt of lítið bil á milli "Póstur" og "og" og "og" og "Sími"!!!'.
11.5.07
10.5.07
13.3.07
Ef þetta dokk er ekki með því magnaðaðra sem ég hef séð í langan tíma, þá veit ég ekki hvað er!
Þetta er sko ekkert öfgahægrimannabull, heldur beint frá ástkæra, ylhýra BBC. Eru kolefniskvótar t.d. kannski tæki til að kúga þriðjaheimsþjóðir, svo þær gleypi ekki Vesturlönd?
Þetta ætti t.d. að vera skylduhorfun samhliða heimildarmynd eftir karlfauskinn Al Gore (sem ég hef ekki séð en þyrstir nú í að bera saman við þetta).
Takk Mengella!
7.3.07
Árið 1978 kom hingað til lands hljómsveitin Stranglers og breytti tónlistarlífi landsins á einni nóttu, fylltu Laugardalshöllina og yadíjadíjada...
Ég á ekki eina einustu Stranglersplötu (hef hlustað svolítið á eitt og eitt lag af Ratus Norwegicus og No More Heroes) og þótti eitíspoppið þeirra alltaf frekar vafasamt. Samt hefur mér alltaf fundist þetta vera nokkuð athyglivert band, sem erfitt er að staðsetja í músíkkflórunni (pönk? progg? "Klassískt" rokk?) og hefði alveg verið til í að sjá þetta goðsagnarkennda '78 gigg, bara ég var of upptekinn af því að vera 6 ára. (Tímaferðalög aside, þá hefði ég reyndar verið miklu meira til í að sjá Fall í Austurbæjarbíó '83, en það er önnur saga).
Kommbakkið þeirra til Íslands árið 2004 - Í einhverju íþróttahúsi í Kópavogsdal - var víst algjört húmbúkk og var ég feginn að hafa haft kvöldverðarboð heima hjá mér í staðinn fyrir það sem Dr. Gunni lýsti sem "Svona eins og ef Jói Fel væri alltíeinu kominn í The Fall í staðinn fyrir Mark E...".
Þess vegna kom það mér í opna skjöldu hvað Stranglers - í sínu 3ja Íslandsgiggi - voru þrusugóðir í gær! "Jói Fel" víst hættur og franski ofurtöffarinn JJ Burnell (sem fór þvílíkt á kostum) syngur nú, ásamt einhverjum gaur sem lítur út eins og útkastari á Breskum Pöbb. Trommarinn Jet Black (ekki fokkíngs Joe!!!) var víst á spítala, enda orðinn 68 ára og heilsuveill (trommari í Trumans Water var víst 69 ára, þannig að hann vinnur!). Einhver unglingur var í hans stað og var örugglega miklu betri. Raggi Bjarna lookalike (man ekki hvað hann heitir) spilaði svo á 100 stk. Roland DX7 hljómborð í bakgrunninum.
Svakalega fínt allt saman, einkum áðurnefndur JJ sem reif kjaft og pönkaðist og hefur hann ekkert breyst í 20+ ár. Tóku mikið af gömlu, þ.á.m. hið langþráða "Nice'N'Sleazy", sem hafði víst verið sárt saknað á hinum 2 giggum (mér finnst það ekkert spes lag, önnur gömul lög voru miklu betri).
Upphitandi Fræbbblar hefðu nú alveg mátt bæta ca. einu korteri við hljómsveitaræfinguna og Valli hefði mátt hækka í gítarmagnararnum. Helvíti flott síðasta nýja lagið þeirra, samt.
24.2.07
16.2.07
Sjitt, hvað það HLAUT að koma að þessu!
Lyfjanotkunargeðveikin í hinum "vestræna heimi" varð til þess að einhver bjó til gervilyf gegn gervisjúkdómnum "DSACDAD" (dysphoric social attention consumption deficit anxiety disorder). Þetta er reyndar eitthvað "flipp" hjá einhverjum listgjörningarmeisturum. Það er meira að segja kviss á síðunni og allt.
Sá þetta á MBL - Deffinittlí besta frétt sem ég hef séð á MBL í langan, langan tíma.
25.1.07
Jæja, það hlaut að koma að því: Doktorinn er LOKSINS búinn að dissa Bubba (Fréttablaðsbakþanki, sjá niðurlagið).
Er það nokkuð skrýtið: Þegar Popppunktur var og hét, fékk DRG allt frá Fræbbblunum, upp í Ham, Magga Kjartans, Rúnar Júl og m.a.s. sjálfan BÓ í þáttinn.
Ekki Bubba.
Hann...þurfti að fletta upp rosalega löngu orði í Webster's, eða eitthvað.
24.1.07
Indírokkið hefur náð nýjum hæðum með "The Friend Opportunity". Er búinn að hlusta á þetta meistaraverk strímað á netinu, nær stanslaust síðan fyrir helgi (ég var LÖNGU búinn að pre-ordera diskinn, látið mig í friði!) og bara get ekki hætt.
Deerhoof eru Fugazi þessa áratugar.
Var annars á þorrablóti á Höfn um helgina. Át ca. 1 kíló af hákarli og öðru góðgæti. Brilljant stuð, merkilegt hvað Höfn og sérstaklega íbúar hafa elst vel eftir öll þessi ár.
5.1.07
Ég held að nýtt internet költmyndband sé í uppsiglingu...
Ég meina, kommon! Jet er skítaband en þurfti í alvöru að SKJÓTA gaurinn?
Ég segi nú bara Jack-Black-í-High-Fidelity hvað?
2.1.07
Árið öllsömul.
Ég fékk alveg hreint frábæra bók í jólagjöf, "Indjánann" eftir Jón Gnarr. Svakaleg "skálduð" sjálfsævisaga um afar túrbúlenta æsku JG. Grátbroslegt og pönkað, líklega einhver líflegasta heimild um seventís í Fossvoginum sem til er.
Jón Gnarr er einmitt fertugur í dag - til hamingju Jón!
Jón Gnarr átti líka mjög svo tímabært kommbakk í skaupinu, sem ég held að sé hreinlega besta skaup sem ég hef séð til þessa (þó svo að '81 og '85 skaupin séu líka frábær í minningunni). Upplífgandi að sjá að þungavigarmenn late 90's "mafíunnar" (Þorsteinn Guðmundss., Hugleikur, Jón Gnarr, Gussi, o.fl. - Hvar voru Sigurjón og Capone, b.t.w.?) séu komnir við stjórnvölinn og vonandi að þeir nái að halda því næstu skaup.
Spaugstofumenn voru þarna með lítil "cameo" og auðvitað fékk Laddi að vera með - nema hvað! - helvíti góður Ómar hjá honum. Ég hafði fengið veður af því að þetta yrði snilldarskaup - þegar South Park intróið byrjaði, þá vissi ég að ég væri safe! Snilld!!!