17.11.05

Alveg er það lifandis skelfingar djöfullega með ólíkindum hversu brjálæðislega góð mynd er komin í bíóin þessa dagana!

Nei, ég er ekki að tala um neina kvikmyndahátíðareftirlegukind, heldur nýjasta - og ef ekki besta - afurð Joss Whedon, Serenity. Ég verð að segja að ég er nánast orðlaus, hvernig er hægt að búa til svo stóra mynd úr svo litlu, enginn budget, óþekktir leikarar, ... Sjónvarp hefur upprisið sem hið nýja afl í kvikmyndagerð - með massíft vel skrifað stöff að vopni. Það þarf í raun ekkert annað en gott skript til að bera upp kvikmynd, þetta hefur sýnt sig í gegnum aldirnar!

Besta mynd ársins, ásamt Paha Maa auðvitað.

Ég pantaði 2 Buffy, 2 Angel og 1 Firefly season á Amazon í gær. Þetta mun duga öll Jólin og gott betur en það. Joss Whedon is my master now...

Mikið rosalega hlakka ég til að sjá White Stripes, maður...NOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOTTTTTT!!!!!!!!!!!!!!!!! Þetta Kók-auglýsandi pakk getur troðist um í Laugardalshöllinni og átt sig fyrir mér.

Ne-heei, þá verður nú meira stuð á Bob Log III á Grand Rokk, bestu rokkbúllu bæjarins.