18.7.07

Nei, sko!!! Deerhoof eru að koma!!!! (Fyrsta - og e.t.v. síðasta - Moggabloggið mitt).

Þetta, auk Of Montreal, gerir aðra tónleika á árinu algjörlega óþarfa.

HÚRRA FYRIR AIRWAVES, LOKSINS EITTHVAÐ VIRKILEGA ALMENNILEGT!!!

2.7.07

Ca. eitt blogg á mánuði síðan um áramót...er það ekki andsk. nóg?!?

Ég er að fara á Hornstrandir eftir viku. Verð í viku.

Ég er að fara til S-Kalifornínu eftir 3 1/2 viku. Verð í 3 1/2 viku.

Næs symmetría í þessu, þaggi?

Mun að sjálfsögðu lifa algjöru hellisbúalífi á Hornströndum - þurrfæði, alvöru bakpoki, tjald og læti. Verðum ca. 8 saman. Plís, vera svona veður þá!!

Kalifornía er auðvitað garanterað blússandi heitt, sól og læti. Comic-Con í San Diegó verður þar fyrst á dagskrá. "Nerd-Watching" dauðans, djöfull verður gaman að því! Heroes-liðið verður víst þarna útumallt, pródúsentar og leikarar, þ.á.m. Japanski Hiroinn, eini og sanni.

Death Valley, Arizona, LA (helst Minutemen-slóðir í San Pedro líka), Sideways-túr, Frisco o.fl. líka á lauslegu plani. Rússíbana-óverdós í Magic Mountain og svo VERÐ ég að fá að skjóta úr einhverjum hillbillía-ofurhernaðarbyssum líka - fékk forsmekkinn af þessu á Hawaii um árið (Magnum og svona), fæ vonandi að prófa eitthvað stærra.

Hef ekkert séð af tónleikum síðan í vetur (skýrir e.t.v. strjál blogg...). Bíð eiginlega bara eftir Of Montreal í haust, á Airwaves. Borga 6.000 kallinn gagngert til að sjá þennan ofurmeistara, er nokkuð sama um allt hitt. Nenni ekki á eitthvað troðsl í Kalif. - rekst kannski á eitthvað öndergránd (e.t.v. eftir Comic-Con hitting með einhverjum nördum), annars ekki við miklu að búast frá lélegu So-Cal "pönki", sem tröllríður öllu þarna. Þessi landshluti hefur ekki borið sitt barr síðan örlí eitís, nú eða eftir að Minutemen hættu 1985. Deerhoof tími ég heldur ekki að sjá í einhverju stadium-tjóni, vil bara fá þau til ÍSLANDS!