23.10.05

Airwaves "Capsule Review" með einkunnum! (0-10/10):

Mið. 19.10.'05

- Funk Harmony Park:
Ibiza-rusl, dirfðust að stela úr 2001: A Space Odyssey. Skamm! (2/10)

- Hermigervill:
Lala. Gat ekki sungið "hittarann" sinn sökum bilaðs míkrófóns, einhver kom og hélt á öðrum fyrir hann og söng m.a.s. fyrir hann, þar sem hann var of önnum kafinn við að spila á hljóðfæri (5/10)

- Annie:
Fínt, þó sánd væri slappt framanaf. "My Heartbeat" var æðislegt, Barði í Bang Gang í þrusustuði fyrir framan sviðið - mér hefur einmitt fundist þetta lag vera frekar Bang Gang-legt. 2 stórskemmtilegir Finnar með gyðjunni (7/10).

Fim. 20.10.'05

- Skátar (pt. 1):
Glæsilegt gigg í alla staði, furðulega fínt sánd á þessu Hafnarhúsi. Intróið þeirra var byrjunin á He-Man (teiknimyndasería með Spinal Tap-legum ofurhetjum, sem ég hef ekki séð síðan 1984). Nýtt lag, "Límið", mjög fínt, Markús dúndrandi á páku. Sjálfur "Halldór Ásgrímsson" var fjarverandi (gríman týndist að sjálfsögðu eftir Innipúkann) en einhverjir unglingar dönsuðu í hóp með laginu, uppi á sviði. (9/10).

- Apparat Organ Kvartett:
Alveg jafn frábærir og á Innipúkanum í sumar, hreinasta möst-sí í hvert skipti sem þeir spila. Hvenær kemur eiginlega ný plata?!? (9/10).

- New Radio:
Fór eftir 3-4 lög. Ekkert slæmt, bara nokkuð spennandi og frumlegt, en ég er bara svo mikil svefnpurka. Dálítið svona New York artírúnk... (6/10).

Fös. 21.10.'05

- Brúðarbandið:
Gott ef ekki þeirra besta gigg til þessa. "Hitt Lagið um Jón" í nýrri, glæsilegri útgáfu og 2 ný lög, "Mótmæli" og "Prinsinn" mjög fín. Dísa trommari orðin mjög góð. Flottur performans, aldrei verið öruggari. Glæsilegt elskurnar mínar! (9/10).

- Kimono:
Þarf að fara að stúdera þessa kappa aðeins betur. Fínasta sjóv - Alex var í pilsi (?) og endaði sjóvið með misnotkun á gítar og míkrófón (8/10).

- Ghostigital (loksins kann ég að stafsetja þetta):
Ekki hefur hugtakinu "tónlist" verið jafn kyrfilega nauðgað - ósmurt - í háa herrans tíð og af þessum terroristum. Það að segja að þetta "krefjist hlustunar" er eins og að segja að Páfinn sé Kaþólskur. Vandræði með söngkerfi enduðu þennan performans og voru skammir Einars e.t.v. hluti af sjóvinu. Hávaðafest sem bragð var að (8/10).

- Mitchell Brothers:
Rapp frá Englandi, menn af Afrískum uppruna. Þeir skemmtu sér hið besta, ekkert sérlega mikið fútt í músíkk þeirra samt. Anticon-liðið mun betri, enda eina Hipphoppið sem hef virkilega hrifist af (ásamt Soul Junk, að sjálfsögðu) (5/10).

- FIERY FURNACES:
Algjört "No Contest". Langbesta gigg festivalsins, ef ekki ársins (á eftir Sonic Youth auðvitað, haldiði að ég sé einhver hálfviti?!?). Prog-rokkpælingar og krúttleiki platnanna, sem oft getur verið afar ruglingslegur, vék fyrir ofsafengnum Keith Moon-trommum og unaðslegum hávaða. Lög spiluð í allt öðrum versjónum, m.a.s. melódíurnar voru gjörbreyttar, fyrir utan kannski eitt og eitt viðlag (þau geta verið nokkuð mörg í hverju lagi). Fengu ekki að klára prógrammið sökum færibandavinnslu-tímamarka en tóku besta lagið af Blueberry Boat, "Chris Michaels" á nær tvöföldum hraða. Hreinn unaður, bandið eitt var algerlega 6.000 kallsins virði og margbjargaði þessu annars kléna festivali (þ.e. klén útlensk bönd) - komið aftur, plííís! Varðandi systkinabönd, þá segi ég bara White Stripes, Scmæt Stræps! (10/10).

Lau. 22.10.'05
(Eftirfarandi bönd, nema síðustu 3, voru "Off-Venue" í Kaffi Hljómalind)

- Markús / Campfire Backdraft:
Suddafínn trúbadúr hjá Markúsi, hann kemst léttilega á Þóris-kaliber með sama áframhaldi. Bjarni (var það ekki?), fyrrverandi Sofanda-félagi Markúsar, bættist við í lokin og Campfire Backdraft héldu uppi stuðinu með "Honky Tonk, yeah", "Coffee or Death", o.fl. kontrí-slögurum. Gott kaffi Hljómalindar spillti ekki fyrir! (8/10).

- Big Kahuna:
Vá! Stráklingar sem voru varla fæddir þegar nýjustu hverfi Breiðholts voru fullbyggð með þetta líka glæsilega indírokkprógramm. Gríðarlega mikið í þetta spunnið og vonandi halda þessir meistarar áfram að spila. Von á góðu (8/10).

- Bob:
Furðulegt band sem birtist "out of nowhere", voru með 10 fermetra af analog gítareffektum á krossviðarplötu, leit út eins og arkitektamódel af einhverjum miðbæ. Tækjaflóðið náði samt ekki að skapa neitt sérlega skemmtilega gítartónlist, enda kemur það yfirleitt með góðum lögum. Munið það næst, strákar... (6/10).

- Skátar (pt. 2):
Endalaus tækjavandræði spilltu nokkuð fyrir í þetta skipti. Þeir tóku nokkur "gömul" lög (frá Óla Guðsteins-"tímabilinu"). Síðasta lagið mjög fínt enda lagaðist sándið óvænt þá (8/10).

- Heavycoats:
Baltimore-band sem spiluðu líka óvænt. Ég fékk nú hálfgerðan töffarahroll, "vel spilandi" gæjar með hálffúl lög, samt. Kanínugreyið fríkaði hálfpartinn út í lokin - Já, það var gjörsamlega KANÍNA í Kaffi Hljómalind!(7/10).

- Retron:
Síðasta band sem ég sá í KH. Sá bara 3-4 lög, þurfti að drífa mig á Vonbrigði. Hefði samt viljað sjá meira enda var þetta ÆÐISLEGT hjá þeim. Hetju-tölvu-metall í hæsta gæðaflokki! (9/10).

- Vonbrigði:
Spiluðu fyrir fámennum Gauk, rosalega kraftmiklir "veterans" í Kuldarokki (nýbylgja er svo drullufúlt orð!). Tóku held ég 2 ný lög, man ekki eftir að hafa heyrt þau. Eru með betri böndum landsins í dag og skila því 100% á tónleikum (8/10).

- Skömmtunarstofa Moskvu:
Í stað "Zoot Woman", "Clap Your Hands Say Yeah" og "Ratatat", sem ég var að spá í að sjá, var einhver biðröð sem náði frá Alþingishúsi að Nasa. Haggaðist ekki um sentimeter eftir kl 10 skildist mér. Minnti mig á Sovétmenn að bíða eftir brauði. Lélegur gjörningur þetta, sem ég var að sjálfsögðu búinn að borga stórfé fyrir. Fór drullufúll á Grandrokk... (0/10).

- Æla:
Björguðu laugardagskvöldinu. Halli Valli í jakkafötum fór hamförum og sleit tvo strengi. Glæsilegt pönkband, bíð í ofvæni eftir plötunni þeirra (9/10).

- Nine Elevens:
Voru jafngóðir og mig minnti í gegnum bjórþokuna á Innipúkanum. Einhver var samt fullgrófur á reykvélinni og þetta var orðið eins og á Hellisheiði Austari undir lokin. Hressilegt band sem taka sig ekki of alvarlega (8/10).

---------------------------------

Þar hafið þið það.

Jafngott væri að fá Fiery Furnaces aftur, sjá þau Í FULLRI LENGD, t.d. í Austurbæjarbíói, fyrir ca. 3.000-4.000 kall. Íslensku böndin báru restina að mestu uppi.

Samtals beið ég í biðröð í ca. 2 mínútur enda eru það einhver mestu mannskemmandi leiðindi sem ég þekki og geri ég allt til að sleppa við það. Prófaði einnig að vera bláedrú alla helgina, sem var fínt - gaman að sjá loksins 100% ófilteraða tónleika.

18.10.05

Jæja, þá er komið að nær vikulöngu festivali með 234546 íslenskum og 3534 útlenskum hljómsveitum.

Helvítis meeeeelirnir að setja Architectures + Furnaces á sama tíma. Jæja, Annie verður allavega á miðvikudaginn. Nenni ekki að sjá neitt annað (nú nema auðvitað öll bestu íslensku böndin, maður) - glætan að ég sjái eitthvað Julíett Ljúvis og Zutons eitthvað í rassgatinu á þér!

Mikið rosalega verður maður annars ruglaður á þessari dagskrá!

Ég man alltaf eftir 2002 Veifsinu þegar drulludelarnir á Grand Rokk hleyptu mér ekki inn á The Rapture (ég var ekki með band, mimimimimi) og ég fór bara á Suð, Súkkat og Fræbbblana kvöldið eftir í staðinn. Þeir spiluðu á Barnum (a.k.a. Tveim Vinum a.k.a. Vegas a.k.a. eitthvað fullt meira - kalla það bara 2 Vini í dag) og það brunnu 4 hús beint á móti meðan giggin voru! Við félagarnir (sem nenntum ekki að sjá ógjéðis-Hives í 'Höllinni') kölluðum þetta festival "Barwaves", í höfuðið á staðnum. Fínt festival!

(Ekki nóg með það, heldur kviknaði seinna í Þjóðleikhúsinu þegar Fræbbblarnir spiluðu þar og svo, þegar kviknaði í öllum dekkjunum niðri á Sundahöfn um daginn, þá var Valli í Fræbbblunum í viðtali á Rás 2. Ég spurði síðar Valla hvort ekki þyrfti að hafa slökkviliðið stand-by rétt fyrir tónleika sem þeir héldu á Gauknum - en það er önnur saga...).

Ég tók eftir því síðustu ár að það voru yfirleitt miklu betri tónleikar rétt eftir Airwaves - t.d. voru Sebadoh 2-3 dögum eftir AW 2003 og svo voru The Fall ca. mánuði eftir Veifsið í fyrra. Þá einmitt sagði ég að vonandi kæmu Sonic Youth eftir Airwaves 2005, hehe!

Maður þarf auðvitað ekkert að fara á neina tónleika næstu árin eftir SY í ágúst, mig er ennþá að dreyma SY-gigg. Dííísess, hvað Sonic er fokkíngs BEST!!!

Tja, maður sosum gefur þessu Airwavesi nú séns, verst hvað þetta er orðið mikið samansafn af endalausum töffaraböndum, þar sem allir syngja eins og þarna Strokes-kallinn. Ég man bara eftir einu ógeðslega flottu Airwaves-giggi - Flaming Lips í 'Höllinni' árið 2000. Þeir voru þar að 'hita upp' fyrir arfaslappt plötuspilaragigg* Suede.

(* Þegar hljómsveit spilar NÁKVÆMLEGA eins og það hljómar á plötunum)

Er þetta ekki orðið gott, Sigga?

4.10.05

Jæja, þá er komið að hinni árlegu setningu íþróttafréttaritara (íþró-tafré-tari-tari), sem ég heyrði rétt í þessu á RÚV:

"Í morgun lauk DRÆTTI í RIÐLAkeppni Evrópuliða".

Ég veit að þetta er pínulítið barnalegt en - spáið í þessu. Er þessi setning alveg 100% í lagi?

Nei, það finnst mér ekki heldur.