22.9.05

Jæjahh.

Nú á ég bara eftir að prófa fallhlífarstökk og ef ég hefði séð GG Allin meðan hann var á lífi þá gæti ég sagt - eftir Bolton í gær - að ég hafi prófað ALLT!

Golden móments:

1. "This song is from 'Vintage', a song COMPOSED in the 40's and 50's by [einhver kall]. Today, [einhver kall] is not COMPOSING - He's DECOMPOSING!" (svo ááákaflega smekklegt - wtf?!?!?).

2. "...so here's a song from the 40's:" (eitthvað svona Synthesizera-'blang-blang-blang-blíngblang') - og ég hugsaði: Hmmm, þetta er nú eiginlega meira svona 80's.

3. Kynningin á The Michael Bolton "Washed-Up Session Artists" Band, held að það hafi verið ca. einn meðlimur úr hverju einasta fylki Bandaríkjanna! Hvernig æfir þetta lið?!?

4. Sú tilfinning að ég myndi þurfa að hlusta á saxófón til æviloka, mikið GRÍÍÍÐARLEGA var þetta hljóðfæri mikið notað!

5. Þegar ég komst að því á milli laga, að hann talar alveg eins og hann syngur! (þessi ráma þúsundfaldur-Eddie Vedder-með-tonni-af-sýrópi rödd).

6. Síðustu 3 lögin: Fyrst stóðu 22 stelpur við sviðið (ég taldi, sko!) og dilluðu sér. Svo - í SÍÐASTA laginu - voru velflestir bara staðnir upp og komnir upp að sviði. Stemmarin var gjörsamlega HÁRSBREIDD frá stage-dævi! (ekki Bolton, sko, heldur áhorfendum). Einhver SECURITY-gæi var alveg að missa sig í stressi, hehe! Bolton var bara tjillaður áððí enda massasvalur dúdd.

Annars sátu bara allir í sætunum lengst af - þetta minnti mig helst á útskriftarathöfnina hjá H.Í.

Magnaður andskoti - hann sagðist nú bara ætla að koma aftur, átti ekki til orð yfir hversu mikið "party people" Íslendingar eru! Get ekki beðið...

21.9.05

Ótrúlegt. Ótrúleeeegt!!!!

Ég vann miða á Michael Bolton hjá Capone-bræðrunum Andra og Búa í morgun. Ég kvaldist svo við að hlusta á 100 manns EKKi vita að hann heitir Michael "Bolotin", þ.a. ég VARÐ að hringja.

Allavega, ég held að ég væntinga-faktorinn hjá mér hafi náð nýjum lægðum...allavega, ef þetta mun sökka feitt - sem er nú alveg viðbúið - þá getur maður allavega horft á snilldarverkið Office Space:

Samir: No one in this country can ever pronounce my name right. It's not that hard: Samir Na-gheen-an-a-jar. Nagheenanajar.
Michael Bolton: Yeah, well at least your name isn't Michael Bolton.
Samir: You know there's nothing wrong with that name.
Michael Bolton: There was nothing wrong with it... until I was about 12 years old and that no-talent ass clown became famous and started winning Grammys.
Samir: Hmm... well why don't you just go by Mike instead of Michael?
Michael Bolton: No way. Why should I change? He's the one who sucks.

Hehehe!

12.9.05

Ðe best peidsj in ðe vörld inndíd!

Þetta er alveg hryllilega fyndið, svolítið epísk útgáfa af sindradirindra.

34.654.455 manneskjufávitar fóru að grenja þegar þau eltu þessa línka.

9.9.05

Jæja, nú getur hvaða gúbbi sem er kommentað aftur hjá mér (líka non-blogger lesendur), svo framarlega sem menn krafla sig í gegnum "word verification".

Ég bara missi það af illsku ef ég fæ spam, sent af einhverri leiðinlegri tölvu, þ.a. hvað getur maður gert? Ha?!?

7.9.05

Af hverju segir ENGINN: "Það var mikið að hann DRULLAÐIST út úr pólitík"?

Hvur assgoti!

Pattí toppaði allar væntingar mínar, sem voru nú eitthvað smá. Spilaði rjómann af Horses, eitt Radio Ethiopia og gamla slagara - var m.a.s. gengin í lið með Snarrótar-"hryðjuverkamönnunum" í antí-Alcoa/Landsvirkjunaráróðri.

Flottur performans hjá sextugri (reyndar á næsta ári en, hey!) konunni, helvíti magnað að sjá allra, allra fyrsta pönkarann (ein af nokkrum, þ.e.a.s.), sem óvart "fann upp" pönkið. Lenny Kaye, einn af orginal Patti Smith Group meðlimunum, fór líka á kostum.

Aaaafar hár meðalaldur þarna líka! Fæstir þarna voru undir fertugu - er Patti Smith kannski hippi eftir allt saman? Veit ekki, hippar rokkuðu nú ekki SVONA mikið, allavega ekki eins og mig minnir.

Gaman að sjá hvað hún hafði líka gaman að þessu...alveg frábært gigg!

6.9.05

Enn einu sinni afsannast tsjeeeeeftæðið um að músíkksíður á netinu "skemmi sölu á geisladiskum".

Þvættingur og þvaður, tja, allavega ef plötur eru strímaðar í einhvern tíma. Eftir að hafa legið dögunum saman á Luisterpaal síðustu misseri yfir góðum plötum hefur a.m.k. 3-4 sinnum endað með því að ég keypti gripinn (Illinois m. Sufjan Stevens, Silent Alarm m. Bloc Party, The Woods m. Sleater Kinney, ...).

Nýjasta slíka afurð, sem ég mun alllíklega versla mér, er Twin Cinema með kanadabúunum The New Pornographers. Dásamlegt páwerpopp, engu líkara en hin sáluga Guided By Voices sé gengin aftur í þessu bandi - enda Matadorband eins og GBV.

Ef bönd gera góðar plötur og stríma þær á netinu er engin hætta á öðru en að hún seljist - þ.e.a.s. ef band gerir ekki lélegt (reyndar stjarnfræðilegar líkur á því hjá 99,9% hljómsveita, pahh!).

Jæja, hvernig skyldi Patti standa sig í kvöld. Hef engar væntingar, fínt væri að heyra nokkur Horses-lög, verð þá sáttur.

2.9.05

Var að sjötta á komment frá "Anonyous"-aumingjum. Sorrí!

Andri Freyr "Freysi" að fara í framboð. Líst vel á þetta, drengurinn er alveg massaklár og yrði afar skrautlegur í stóra salnum þarna niðri í ráðhúsi. Vona að hann setji eitthvað púður í þessi bött-leiðinlegu framboð næsta vor.

Hvaða ys og þys er þetta annars yfir þessum pólitíkusum alltaf hreint? Eru þetta ekki bara einhverjir opinberir starfsmenn?

Tja, don't get me wrong, opinberir starfsmenn, s.s. kennarar, leikskólakennarar, o.s.frv. (eru það ekki annars opinberir starfsmenn?), skipta okkur gríðarlega miklu máli og setja allt í fokkíngs sjitt m.þ.a. fara í verkföll, t.d.

Því spyr ég: Hvað myndi gerast ef stjórnmálamenn færu í verkfall? Myndi ekki öllum vera alveg drullusama?