21.10.08

Hljómsveitin 'Fucked Up' (já, ég veit, þetta er eitthver lélegasta nafn á hljómsveit sem um getur) er klárlega sörpræs ársins só far. Annað eins hefur ekki gerst síðan Battles komu með Rokk og Ról v2.0 í fyrra. Það mætti halda að GG Allin hafi verið ráðinn sem nýr söngvari hjá Fugazi. Hljómar á yfirborðinu sem enn eitt leiðinda-hardkor draslið en svo er þetta bara yfirflæðandi af hugmyndum, músíkk og alvöru SONGWRITING. Ekki spillir að þetta er pródúserað alveg í unaðslegt Shoegazer-mauk.

Jóhanna Eldey stækkar og stækkar, er farin að skælbrosa (einhverra hluta vegna er hún kátust þegar hún vaknar á morgnana, toppið það!) og verður mannalegri með hverjum deginum. Gunna er að reyna að móta n-k rútínu fyrir þær mæðgur. Ég er farinn að vinna aftur, sko, tek 3ja mánaða törn næsta sumar, þegar hún lifir ekki lengur á 100% mömmumjólk. Set inn myndir bráðum, stefni að því að setja inn nýja mynd (eða e.t.v. Jútjúb) um hver mánaðamót.

Efnahagskreppan, bla, blA, BLAAAAAAAAA!!! Er hún ekki bara í rassgatinu á þér?