22.1.03

Hef mikið glápt á myndir undanfarið (Kubrick-maraþon, "Best of stuttmyndir" í MÍR, o.fl.).

Sá alveg magnað "warning sign" í Imbanum í gær - hópur af snargeðveikum New Yorkurum sem fara í algjört fitt ef þau missa af einhverri mynd sem þau vilja sjá. SEM VIRÐAST VERA ALLAR MYNDIR SEM SÝNDAR ERU Í BORGINNI!

Einn var pillusjúklingur, einn skittsó, ein gömul kelling var bara - well, SNAR. Svo í lok þáttarins komu þau saman í litlum bíósal og horfðu á final edit af þættinum, sem þau voru í. Einn gæinn klykkti út með snilldarkommenti, e-ð á þessa leið: "Well, I didn't like that very much. I'm more for FORM, this documentary is more about CONTEXT".

Kannski verða flestir í Bíó Reykjavík svona á endanum, ráðast á aumingja miðarífarana með morðhótunum ef þeir rífa í miðann, hringja heim til sýningarstjórans um nætur og skamma hann fyrir að skipta vitlaust á milli spóla, o.s.frv.

Nei, nei, best að vera bara ofureðlilegur.

14.1.03

Passið ykkur á þessari síðu!!! Maður getur gjössamlega ekki hætt.

Ógeðslega fyndið þegar:

a) One-hit-wonder skrípóin koma og maður á að giska "hvaða lag" og það er bara eitt lag
b) Lag-samplið er einmitt í kórusnum, sem heitir það sama og lagið (t.d. "It's my liiiiife"-"[ditto]").

Eins og ég sagði - you've been warned...

Yardbirds á fokkíngs Broadway?!?

Er þetta að breytast í eins konar elliheimili washed up poppara frá sixtís/seventís eða hvað...Hvað gerir þetta Nick Cave þá að, ja ég bara spyr.

Allt að gerast á þessu Kubrick-maraþoni sl. helgi. Sambíónörrarnir sendu stóð lögfræðinga og m.a.s. 2 löggur á staðinn (út af koppíræt yfir Warner-myndum, eða eitthvað "#$"$#). Ekkert hefur þó verið minnst á þetta í miðlum landsins enn sem komið er, kannski þeir hafi ekki bolmagn í að fara í hart eftir allt saman.

Þeir eru allavega að salla saman nóg af seðlum í sínum fúlu Sam-bíóum, rukkandi alveg himinhátt inn á myndir, hafandi þessi bjánahlé og (til að toppa djöfulsins ruglið) ERU FARNIR AÐ BANNA MÉR AÐ KOMA MEÐ NAMMI Í SALINN!

10.1.03

Geðveikt fyndið!

Doktorinn var að býsnast yfir því hversu erfitt var að bóka miða á Iceland Express, alltaf kome "please try later". Má vera, nema hvað ég ætlaði á innanpíkubleiku gestabókina, þar sem mér var tjáð að "try later".

Best að hafa sem fæst orð um aðgengi að netmiðlum, annars verðið þið bara að "try later".

9.1.03

Bjútífúl stöff á Rás 1 as we speak - Heiða "úr Unun" að tala um übermeistara Charles Bukowski (sem er líka uppáhaldið mitt). Í kaupbæti verið að spila geeeðveikt kassagítar-lo-fi, með téðri Heiðu.

Pönkið farið að festa rætur á R1 líka!?! Rás 2 er á góðri leið (Alætan, Sýrður Rjómi, ...).

Gaman. Hættur að bölva afnotagjöldunum.

Jæja, komið að biweekly bloggi mínu (byggt á tveim færslum, þetta stefnir í að verða ansi stopult).

Vel heppnað gigg með mínu fyrrverandi bandi Sacre Bleu(m) á Gauxa í gær. Tók í bassann for old times sake. Brjálæðisleg mæting, ma'ur! Björk á svæðinu og svona (Sindri sonur var í dáðadrengjum, sem voru alveg eðall).

Lúbrikant (sem ég kallaði ýmist "Vaselín" eða "Smurningu" allt kvöldið) voru í heví grunge/metal gír. Sniðugir strákar.

Kalli sándmaður var hetja kvöldsins, gríííðarlega gott sánd hjá öllum böndum og allt honum að þakka.

Hefði frekar vilja spila á Grand Rokk, enda Gaukurinn orðinn afar vafasamur hnakkastaður lately. Get þó ekki kvartað m.v. ofursándið sem hægt er að pína úr græjunum þeirra.

Hey, shitt, þetta þýðir náttúrulega að ég hef aldrei farið á Bjarkartónleika en hún hefur farið á tónleika með mér. Heeeeeví!

Nóg um það, á morgun er Kubrickmaraþonið. Það er á afar slæmum tíma, byrjar að kvöldi til. Ætli maður verði ekki að fá sér kríu síðdegis á morgun t.a. safna kröftum. Stefni á að komast að 2001: A Space Odyssey. Hef séð allt frá Lolitu og uppúr (nema Barry Lyndon, sem er víst e-ð 3ja tíma myndatökurúnk), þ.a. ég er vel settur að elstu myndirnar eru fyrstar á skjáinn. Mæli með þessu!