2.1.07

Árið öllsömul.

Ég fékk alveg hreint frábæra bók í jólagjöf, "Indjánann" eftir Jón Gnarr. Svakaleg "skálduð" sjálfsævisaga um afar túrbúlenta æsku JG. Grátbroslegt og pönkað, líklega einhver líflegasta heimild um seventís í Fossvoginum sem til er.

Jón Gnarr er einmitt fertugur í dag - til hamingju Jón!

Jón Gnarr átti líka mjög svo tímabært kommbakk í skaupinu, sem ég held að sé hreinlega besta skaup sem ég hef séð til þessa (þó svo að '81 og '85 skaupin séu líka frábær í minningunni). Upplífgandi að sjá að þungavigarmenn late 90's "mafíunnar" (Þorsteinn Guðmundss., Hugleikur, Jón Gnarr, Gussi, o.fl. - Hvar voru Sigurjón og Capone, b.t.w.?) séu komnir við stjórnvölinn og vonandi að þeir nái að halda því næstu skaup.

Spaugstofumenn voru þarna með lítil "cameo" og auðvitað fékk Laddi að vera með - nema hvað! - helvíti góður Ómar hjá honum. Ég hafði fengið veður af því að þetta yrði snilldarskaup - þegar South Park intróið byrjaði, þá vissi ég að ég væri safe! Snilld!!!