7.3.07

Árið 1978 kom hingað til lands hljómsveitin Stranglers og breytti tónlistarlífi landsins á einni nóttu, fylltu Laugardalshöllina og yadíjadíjada...

Ég á ekki eina einustu Stranglersplötu (hef hlustað svolítið á eitt og eitt lag af Ratus Norwegicus og No More Heroes) og þótti eitíspoppið þeirra alltaf frekar vafasamt. Samt hefur mér alltaf fundist þetta vera nokkuð athyglivert band, sem erfitt er að staðsetja í músíkkflórunni (pönk? progg? "Klassískt" rokk?) og hefði alveg verið til í að sjá þetta goðsagnarkennda '78 gigg, bara ég var of upptekinn af því að vera 6 ára. (Tímaferðalög aside, þá hefði ég reyndar verið miklu meira til í að sjá Fall í Austurbæjarbíó '83, en það er önnur saga).

Kommbakkið þeirra til Íslands árið 2004 - Í einhverju íþróttahúsi í Kópavogsdal - var víst algjört húmbúkk og var ég feginn að hafa haft kvöldverðarboð heima hjá mér í staðinn fyrir það sem Dr. Gunni lýsti sem "Svona eins og ef Jói Fel væri alltíeinu kominn í The Fall í staðinn fyrir Mark E...".

Þess vegna kom það mér í opna skjöldu hvað Stranglers - í sínu 3ja Íslandsgiggi - voru þrusugóðir í gær! "Jói Fel" víst hættur og franski ofurtöffarinn JJ Burnell (sem fór þvílíkt á kostum) syngur nú, ásamt einhverjum gaur sem lítur út eins og útkastari á Breskum Pöbb. Trommarinn Jet Black (ekki fokkíngs Joe!!!) var víst á spítala, enda orðinn 68 ára og heilsuveill (trommari í Trumans Water var víst 69 ára, þannig að hann vinnur!). Einhver unglingur var í hans stað og var örugglega miklu betri. Raggi Bjarna lookalike (man ekki hvað hann heitir) spilaði svo á 100 stk. Roland DX7 hljómborð í bakgrunninum.

Svakalega fínt allt saman, einkum áðurnefndur JJ sem reif kjaft og pönkaðist og hefur hann ekkert breyst í 20+ ár. Tóku mikið af gömlu, þ.á.m. hið langþráða "Nice'N'Sleazy", sem hafði víst verið sárt saknað á hinum 2 giggum (mér finnst það ekkert spes lag, önnur gömul lög voru miklu betri).

Upphitandi Fræbbblar hefðu nú alveg mátt bæta ca. einu korteri við hljómsveitaræfinguna og Valli hefði mátt hækka í gítarmagnararnum. Helvíti flott síðasta nýja lagið þeirra, samt.