22.10.07

Ekki má heldur gleyma Danielson (a.k.a. Br. Danielson, a.k.a. Danielson Famile, a.k.a. Tri-Danielson, a.k.a. Daniel Smith), sem spiluðu 5. október í því sem kalla má mekka "rólega" indísins, Fríkirkjunni.

Hjaltalín hituðu upp (eins og áður sagði í Airwaves-bloggi), og er alveg frábært hvað akústíkkin nýtur sín vel í þessari kirkju. Alveg jafngott í bæði skiptin hjá þeim.

Það var ekki jafn óendanlega troðið og þegar Sufjan spilaði í fyrra - það var náttúrlega alveg frábært, enda var ég mættur snemma og fékk sæti fremst eins og ekkert væri sjálfsagðara. Liðið tíndist svo inn og var svo alveg fínasta mæting þegar upp var staðið.

"Ships" er alveg svakalega flott albúm og voru öll bestu lögin af henni spiluð, þ.á.m. "Bloodbook on a Half Shell", "Cast it at the Setting Sail" og "Did I Step on Your Trumpet". Skemmtileg leikskólastemmning (fólk beðið að klappa/syngja með), fyrir utan það að tónlistin var AÐEINS meira avant-garde en, tja, eiginlega flestöll tónlist. Manni dettur í hug Þrjú á Palli með Captain Beefheart innanborðs. Svo var þetta líka alveg svakalega mikið blast, þau náðu að sprengja öryggi í Fríkirkjunni og allt.

Æðislegt gigg, svo rakst ég á hinn "Kristilega" Daniel Smith, með norsku konunni sinni Elin, að fá sér í glas kl. 4 um nótt á Sirkus, kvöldið eftir. Sá svo heimildamyndina um þau "Danielson: Make a Joyful Noise Here" á sunnudagskvöldinu. Alveg hreint ógleymanleg Danielson-helgi!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home