31.8.05

"Jeilhás Rokkj"

Ég er búinn að hlusta á þetta klipp ca. 100 sinnum í dag. Hin sænska Elvis-"eftirherma" Eilert Pilarm (úff, þvílíkt nafn) er instant költhetja í mínum augum.

Nánar um kauðsa hér (nr. 99).

Endalaust brilljant!

Svo er náttúrulega banvænt (úr hlátri) að vera of lengi á þessari síðu, hreinasta gullnáma vondleika. Yfirleitt vond músíkk hér á ferð og svokölluð "outsider music". Samt eru nokkrir pro's þarna á ferð (t.d. sérsíða fyrir Bítlana, Queen ("kings of bad album covers") og Xiu Xiu, af öllum böndum).

Hreinasta möst!

30.8.05

Djöfulsins.

Verð svo syfjaður og þungur þegar það er svona rigning úti. Hefur eitthvað með rakastig/loftþrýsting að gera...zzzzzzz

Broken Flowers er drullufín. Bill Murray brillerar a la Lost in Translation - Jarmousch í toppformi. Mikill Kaurismaki-fílingur, enda J.J. mikið fan þess eðal-Finna. Mikið af vandræðalegum þögnum í Broken Flowers (Könum finnst gaman að tala) - Í Kaurismaki-myndum eru hins vegar eintómar þagnir, sem eru bara náttúrulegar - Finnum finnst kannski ekkert gaman að tala.

29.8.05

Greyis Kanarnir.

Hva, er þetta ekki 130-135 mph rok þarna í Suðurríkjunum = ca. 200 km/klst, sem er 60 metrar á sekúndu. Bara svona týpískt Stórhöfða- eða Öræfarok. Og allt fer í mauk!

Það eru reyndar aðeins fleiri hús þarna, svo eru þau öll undir sjávarmáli (úbbs!). Annars langar mig ýkt að fara til New Orleans, svona franskt eitthvað og svo er svona Mardi Gras-dæmi sem ku vera algjört möst.

Svo er líka helvíti flottur hreimur þarna...

27.8.05

Nohh, bara næstum því komið "sumar" aftur!

Steinn "SSSka" Skaptason beilaði á Hvalfellslabbi í fyrramálið, þ.a. málið að tékka bara á sumarbústaðapartíi hjá tengdapabbafamilíunni í kvöld. Stuð mun það verða, ójá.

25.8.05

Sonic Youth-skemmd í full force núna. Hélt óvænt koffín-partí með félögum mínum í gær (4 stk. - hrein tilviljun að þeir ákváðu allir að heimsækja mig!). Ca. 20 SY og SY-tengdir diskar á borðinu, enduðum allir á háa C-inu, eftir að hafa stútað ca. 3-4 bollum hver.

Er núna að hlusta á SYR1 og SYR2 (hef aldrei pælt mikið í því). Thousand Leaves er líka miklu betri en mig minnti. Ætla m.a.s. að tékka betur á NYC Ghosts and Flowers. Hef hlustað 1000 sinnum á allar hinar plöturnar. Svo voru SY-giggin samtals 4 klukkutímar...

Ég held ég þurfi ekki að fara á tónleika það sem eftir lifir ársins, vill ekki skemma Sonic-eftirbragðið. Á samt Patti Smith miða þann 6.9. Jú, jú...því ekki það.

21.8.05

Hæ aftur.

2 1/2 ár, ha? Geðveikt sem ég var hissa þegar ég sá að blogger geymi svona endalaust gamla pósta.

Þarf að taka fram hvað Sonic Youth voru æðislegir? Held ekki, þeir sem voru þar vita það, þeir sem voru ekki á SY hlusta ekki á SY.

Giggpar sem verður líklega aldrei toppað, nema ef Fugazi ætla að vakna af löngum dvalasvefni.