25.1.07

Jæja, það hlaut að koma að því: Doktorinn er LOKSINS búinn að dissa Bubba (Fréttablaðsbakþanki, sjá niðurlagið).

Er það nokkuð skrýtið: Þegar Popppunktur var og hét, fékk DRG allt frá Fræbbblunum, upp í Ham, Magga Kjartans, Rúnar Júl og m.a.s. sjálfan BÓ í þáttinn.

Ekki Bubba.

Hann...þurfti að fletta upp rosalega löngu orði í Webster's, eða eitthvað.

24.1.07

Indírokkið hefur náð nýjum hæðum með "The Friend Opportunity". Er búinn að hlusta á þetta meistaraverk strímað á netinu, nær stanslaust síðan fyrir helgi (ég var LÖNGU búinn að pre-ordera diskinn, látið mig í friði!) og bara get ekki hætt.

Deerhoof eru Fugazi þessa áratugar.

Var annars á þorrablóti á Höfn um helgina. Át ca. 1 kíló af hákarli og öðru góðgæti. Brilljant stuð, merkilegt hvað Höfn og sérstaklega íbúar hafa elst vel eftir öll þessi ár.

5.1.07

Ég held að nýtt internet költmyndband sé í uppsiglingu...

Ég meina, kommon! Jet er skítaband en þurfti í alvöru að SKJÓTA gaurinn?

Ég segi nú bara Jack-Black-í-High-Fidelity hvað?

2.1.07

Árið öllsömul.

Ég fékk alveg hreint frábæra bók í jólagjöf, "Indjánann" eftir Jón Gnarr. Svakaleg "skálduð" sjálfsævisaga um afar túrbúlenta æsku JG. Grátbroslegt og pönkað, líklega einhver líflegasta heimild um seventís í Fossvoginum sem til er.

Jón Gnarr er einmitt fertugur í dag - til hamingju Jón!

Jón Gnarr átti líka mjög svo tímabært kommbakk í skaupinu, sem ég held að sé hreinlega besta skaup sem ég hef séð til þessa (þó svo að '81 og '85 skaupin séu líka frábær í minningunni). Upplífgandi að sjá að þungavigarmenn late 90's "mafíunnar" (Þorsteinn Guðmundss., Hugleikur, Jón Gnarr, Gussi, o.fl. - Hvar voru Sigurjón og Capone, b.t.w.?) séu komnir við stjórnvölinn og vonandi að þeir nái að halda því næstu skaup.

Spaugstofumenn voru þarna með lítil "cameo" og auðvitað fékk Laddi að vera með - nema hvað! - helvíti góður Ómar hjá honum. Ég hafði fengið veður af því að þetta yrði snilldarskaup - þegar South Park intróið byrjaði, þá vissi ég að ég væri safe! Snilld!!!