24.1.07

Indírokkið hefur náð nýjum hæðum með "The Friend Opportunity". Er búinn að hlusta á þetta meistaraverk strímað á netinu, nær stanslaust síðan fyrir helgi (ég var LÖNGU búinn að pre-ordera diskinn, látið mig í friði!) og bara get ekki hætt.

Deerhoof eru Fugazi þessa áratugar.

Var annars á þorrablóti á Höfn um helgina. Át ca. 1 kíló af hákarli og öðru góðgæti. Brilljant stuð, merkilegt hvað Höfn og sérstaklega íbúar hafa elst vel eftir öll þessi ár.