9.11.07

Ég veit bara ekki hvað skal segja, Gunnar Jökull og Gissur Björn Eiríksson eru hér endurholdgaðir í hinni "ægifögru" Jan Terri frá Chicago. Sjón er sögu ríkari, hér eru myndböndin hennar.

"Losing you" breikar nýtt gránd í vídeó-vondleika. Lagið, sem er frá 1993, hljómar svolítið eins og eitthvað sem er spilað undir sjónvarpsmarkaðnum. Takið sérstaklega eftir ca. 2:30-mómentinu, þegar myndatökumaðurinn gjörsamlega missir flugið og hvað niðurfallsrörið á bak við hana er æðislega smekklegt...

"Get Down Goblin" er líka stórkostlegt í smekkleysis-orgíu sinni. Hverjum öðrum hefði dottið í hug að nota píanó til að feika það að spila á "orgel", hehe!

Mér skilst að "tónleikarnir" hennar séu þannig að hún syngur yfir geisladiskana sína, hún hefur víst gefið út alveg tvo.

Ótrúlegur listamaður! Verst hvað þessi horror er catchy og hvað maður fær þetta á heilann...AAAAAAARRRRGGGHHH!!!!!