17.1.06

Af hverju stendur Vitaborgarinn v. Ármúla galtómur, dag eftir dag, kvöld eftir kvöld.

Þetta eru ekkert smá bestur börgerarnir í bænum. Hinn legendary Vitabar niðri í bæ (sem sörverar sömu börgera) hefur þann mikla ókost að vera afar reyk- og rónaþrunginn á stundum. Vitaborgarinn - sem er reyk- og rónalaus - hefur sömu snilldarbörgerana, þ.á.m. hinn meistaralega "Gleymm-mér-ei" gráðaost- og hvítlauksbörger.

Svo er þetta ódýrt og manni er færður börgerinn á borðið (meðan maður les DV, sem alltaf er nóg af á Vitabörger).

Drullist nú af þessum McDonalds og allir á Vitaborgarann!