30.10.06

Úff, var að rifja upp örlí eitís-nostalgíu mikla: Las bókina Dýragarðsbörnin og sá mynd á henni byggða, Christiane F.

Heróínistar í þrusustuði í leit-seventís Berlín. Ég las/sá þetta á árinum 1982-'84 og þetta var jafnvel geggjaðra en mig minnti. Ég sá einmitt stórmerkilega frétt um daginn - Margir (þ.á.m. meistari Hnakkus) hlógu mikið að ráðaleysi löggunnar.

Þetta var þó hátíð við hliðina á hinum 12-14 ára gömlu Babsí og Kristjönu, að rífast um vændiskúnna og heróínskammta eins og litlar stelpur rífast yfir N'Sync bolum.

Skemmtileg íslenska þýðingin á bókinni - frá tímum íslenska pönksins með sínu skemmtilega deitaða slangri. Kvikmyndin stenst sosum ekki samanburð við Requiem for a Dream fyrir utan eitt: Þetta geðveikislega skor eftir Bowie og Eno, sem er eins og að hella fljótandi köfnunarefni niður eftir hryggjarsúlunni að hlusta á. Líka þessar ræpugulu, ógeðslegu og endalausu neðanjarðarlestir alltaf hreint, sem eru eins og Grískur Kórus í myndinni...

Þrusuflott tímamótaviðtal við Gnarr í gær. Koma svo með enn eitt kommbakkið!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home