22.2.06

Grímur Atlason, tónleikahaldari: Þú ert sem hugur manns!

Ekki aðeins er Sleater-Kinney eitt af topp 5 böndunum sem ég vil sjá í dag, heldur er giggið bæði skítódýrt og það er frí daginn eftir. Hlakka til að misþyrma eyrunum jafn svaðalega og á SY í fyrra!

Svo var ég að sjá að það kostar FJÓRTÁNÞÚSUNDKALL!!! á Ray Davies, þ.e. í bestu sætin. Bestu sætin?!? Háskólabíó er B-Í-Ó, engar lúxusstúkur eða neitt spes, hvar eru eiginlega "bestu sætin"? Kommon! Þótt Kinks hafi verið aðeins skárri en bæði Bítl og Stóns í denn (jahá, í DENN! 40+ ár er lögleg skilgreining á denn!), þá er ekkert sem réttlætir þessa geðveiki.