28.3.06

Hjördís og Elvis2, bloggarar með meiru, stofnuðu kvikmyndaklúbb á laugardaginn var. Horft var á myndina Lady Snowblood, japönsk splattermynd ("spláturmynd"?) frá 1973. Mikið var notað af rauða matarlitar-dælum til að spreyja "blóði" út um víðan völl inn á milli samúræjasverðaglamurs.

Gott sessjón þetta, þrátt fyrir gríííðarlegt, sjónvarpsskemmandi gluggaveður. Þetta verður að halda áfram, enda mikill missir að svona nördaklúbbum eins og Bíó Reykjavík var (vááá, síðan er enn uppi og ekki bofs hefur gerst í nær 3 ár!).

Gleymdi alveg að segja ykkur frá Laibach - sosum ekkert við það að bæta sem blöðin hafa dælt frá sér í kringum helgina. Fyrir utan það að þetta var 1000 sinnum betra band en sorpið Rammstæn, þá stóðu Hitlersæsku-gógópíurnar upp úr - og sérlega róbótískur og svipbrigðalaus (à la Kraftwerk) trommuleikur þeirra.

Krádið var líka alveg magnað og var ómissandi hluti af gigginu: Siggi Pönk (í stoppi frá Hollandi), öll Ham, Magga Stína, s.s. svona leit 80's/örlí 90's rokk"stjörnur". Svakastuð á einni fraukulegri dömu sem tókst með herkjum að halda sér uppi á handriðinu vinstra megin við sviðið...og fullt af öðru tæpu "goth"-liði.

Deus, I'm Being Good og Wedding Present svo í apríl...mmm!