24.4.06

Afsakið bloggletina, mesta furða þar sem búið er að vera mikið stuð og mikið grín...

Fyrst ber að nefna I'm Being Good páskahelgina - ég var í fyrsta skipti að sjá tónleika með sömu hljómsveit 5 sinnum á 6 dögum. Fór m.a. ásamt Benna/Siggu/Jóni K./Trausta til Ísafjarðar á laugardaginn f. viku að sjá meistarana.

Var búinn að sofa í 3 1/2 tíma (sá nebblega IBG á Grand Rokk kvöldið áður, fór ekki heim fyrr en kl. 3), reif mig upp kl. 7, keyrði út úr bænum kl. 9 og náði á Ísafj. kl. 3. Skrönsuðum í stæði fyrir utan Edinborgarhús tæpri mínútu áður en þeir byrjuðu að spila. Sigga var búin að segja mér að þeir hefðu byrjað hálf þrjú og væru líklega búnir. Sem betur fer, segi ég nú bara, eiga dagskrár það til að dragast. Vááá, að sjá spurningarmerkin framan í Ísfirðingum þegar I'm Being Good blöstuðu sínu steinsteypuskronki yfir liðið, hehe!

Páskadagurinn var afar súr, við keyrðum í heimskautablindbyl á Suðureyri við Súgandafjörð (ókrýndur konungur krummaskuðanna?) og náðum í Benna og Siggu, sem gistu þar í 2ja hæða einbýlishúsi, sem keypt var á 1,0 MKr. Tjilluðum í frábærri sundlaug í hátt í 2 klst. og ég náði að festa bílinn í snjóskafli. Tengdapabbi var svo hugulsamur að lána mér skóflu sem, ótrúlegt en satt, kom í góðar þarfir.

Vorum 7 tíma til baka í bæinn, Ísland var lokað þannig að garnir gauluðu alla leið að BSÍ, sem virtist vera eini staðurinn þar sem hægt var að fá e-ð að éta. Brú, Staðarskáli, Sjoppan á Hólmavík og Hyrna í Borgarnesi: Þetta verður seint fyrirgefið!

IBG áttu líka rosafín gigg í Hafnarfirði og Keflavík - Eina skiptið sem þeir voru klappaðir upp var einmitt í Hfj., nema hvað þá urðu þeir að hætta, enda klukkan orðin 11 og þeir í miðju íbúðahverfi. Keflavíkurgigg var ekki síðra, Æla - frábært band! - spiluðu á eftir þeim.

Þvílík eðalmenni sem skipa þessa hljómsveit. Ég verð að kíkja á þessa meistara til Brigton einn daginn...

Sá svo loksins V for Vendetta í gær. Loksins ofur(and)hetjumynd sem gengur fullkomlega upp. Alveg massaferskt hvernig myndin er öll Bresk, leikarar, umhverfi, og allt.

Wedding Present á fimmtudaginn endar svo þennan heeeví rokkmánuð. Dr. Gunni er náttúrulega eini maðurinn sem reynir eitthvað að plögga þessu bandi í útvarpi, ekki einu sinni neitt til með þeim í búðum! Jæja...ekki s.s. í fyrsta skipti sem ég kynnist hljómsveit á tónleikum.

4 Comments:

At 3:36 PM, Blogger Doddi said...

Þessi ferð hefur verið skemmtileg.

Loxins, loxins fórstu á Vendettuna. Fjandi góð mynd.

 
At 3:43 PM, Blogger Oskar Petur said...

Já, ekkert smá. Vestfirðir að vetrarlagi er alveg hreint óborganlegur súrrealismi.

Wedding Present í kvöld - jeeeeeeiiiiii!!!!!

 
At 7:33 AM, Blogger Unknown said...

qzz0622
oakley sunglasses wholesale
kate spade outlet
mishka clothing
indianapolis colts jerseys
soccer jerseys
michael kors outlet
ugg outlet
ray ban sunglasses
chloe outlet
jerseys from china

 
At 5:11 AM, Blogger yanmaneee said...

air max 95
nba jerseys
fila shoes
supreme outlet
christian louboutin shoes
balenciaga
christian louboutin outlet
yeezy boost 350 v2
golden goose outlet
kd shoes

 

Post a Comment

<< Home