15.8.06

Jæja, þá eru Gilmore Girls - A.k.a. Spíttmæðgur - búnar. Bót í máli er náttúrulega að ofurkvendið hún Veronica Mars er að koma í staðinn. Fóstbræður voru greinilega on to something þegar þeir lofsungu þriðjudagskvöld forðum daga.

GG kláruðust fyrir viku, þann 8.8. Því vekur það furðu mína að fyrsti þáttur VM sé ekki í kvöld, heldur eftir viku, þann 22.8. Vott ðe fökk givs?!?

Jú, gat það nú verið. Enn einu sinni ganga Íslendingar með þá skittsófrenísku ranghugmynd að "strákarnir okkar" geti Jakob Skít í fótbolta og flykkjast froðufellandi og slefandi inn á þetta hálfkláraða steypuhrúgald hjá Laugum, stingandi sig á steypujárnum og fáandi kranabómur í hausinn. Auðvitað kóar hið skitna RÚV með þessu liði og karpettbombar í tætlur alla von um sómasamlega þriðjudagsdagskrá.

Þetta er að sjálfsögðu leikur með nákvæmlega engan konsekvens, það eina sem Spánn, Ítalía, England - gott ef ekki Zambía, Albanía og Burkina Faso - nenna að svo mikið sem að reima fótboltaskóna sína fyrir eru VINÁTTULEIKIR við íslenska liðið (takið eftir hvernig ég tala ekki um "okkur" eða "strákana okkar").

Kannski - þ.e. ef spánska liðið nennir að eyða einhverjum smá kröftum í einhvern helvítis óþarfa - vinna meðlimir íslenska fótboltaliðsins leikinn. Vá. Eftir stendur 3ja sekúndna aukning í desibelafjölda vegna áhorfenda í ca. 200 m radíus frá Laugardalsvelli. Í 2, kannski 3, skipti.

Ekkert annað.

Já, og talandi um þetta steinsteypuhrúgald undir rassgöt fótboltaáhorfenda: Í nærfellt heilt ár hafa þessar HEEEEELVÍTIS byggingarframkvæmdir þvælst fyrir mér á leið minni til og frá Laugum. Sjitt, maður! Það er búið að fresta byggingu tónlistarhúss, jarðgöngum, vegagerð á Vestufjörðum, og Guðsi Himnadraugur má vita hverju vegna þenslu. Ekki þessu. Þetta verður notað einu sinni á ári. Í mesta lagi. Cartmanrödd!

Jafnmikið og ég nú hata og fyrirlít fótbolta af öllum lífs og sálar kröftum, þá viðurkenni ég nú samt að ég horfði á HM á Ítalíu, þ.e. undanúrslit og úrslit. Ég var á hóteli á Rimini, inni í hverfi nálægt ströndinni og þarna var upp-á-líf-og-dauða fílingurinn í ÖLLUM í hverfinu gjörsamlega áþreifanlegur. Sem var...kinda kúl.

Þetta er svo vangefnislega ekki keisið hér: Íslenska landsliðið á líklega - og vonandi - eftir að tapa. Þá kemst kannski 0,1% af þeirri staðreynd inn í kollinn á fólki að

ÍÍÍÍÍÍSSSSSLLLLLLEENNNNSSSSKAAA
LLLLAAAAANNNDDDDDSSSSLLLIIIÐÐÐIIIIÐÐÐ
GGGGGGGEEEEETTTTTTTUUUURRRRRR
EEEEEEKKKKKKEEEEEEEERRRRRRRTTTTTTTT
ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ
FFFFFÓÓÓÓÓÓÓÓTTTTTBBBBBOOOOLLLLLLTTTTTAAAAAA
!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Svo eftir 999 vináttuleiki í viðbót - sem klárast kannski sumarið 2150, eða þar um bil - verður þá loksins hægt að rífa þessa ógjéðslegu helvítis stúku, gera göngustíga þvers og kruss um fótboltavöllinn og hægt að lifa við þá staðreynd að íslenska landsliðið verður nr. 345 á heimslistanum (eftir að öll ríki heimsins hafa klofnað í 2-3 smærri og geta samt - þrátt fyrir blóðugar styrjaldir - MEIRA í fótbolta en íslenska landsliðið).

9 Comments:

At 4:15 PM, Blogger Sigga said...

Jó!
Póstburðardrengur bankaði uppá í gærkveldi með pakka til mín frá Amazon, sem þýðir bara eitt: helginni munum við Benni verja með Angelicus, season 3 og 4!
Jibbí!

 
At 3:06 PM, Blogger Oskar Petur said...

Vá! Ætlið þið að reyna að slá metið okkar Gunnu, við náðum held ég 1 seasoni á 1 degi einusinni.

Við lánum ykkur fá Angel Season 5 síðar - svo þurfið þið að tékka á Firefly/Serenity (ekki nema 12 þættir og ein bíómynd).

Við Gunna erum annars dottin inn í brill seríu sem heitir Six Feet Under. Fjallar um útfararstjóra, mjög líkt yfirburðardramanu American Beauty, enda eru þessir þættir gerðir af handritshöfundi þeirrar myndar.

 
At 12:50 AM, Blogger Sigga said...

Já við fengum einhverntíman Six feet under seríu 1 og 2 lánaða og áttum yndislegar stundir, brill brill.
Svo förum við í Firefly, þokkalega já.
Gott að lifa góðu og innihaldsríku lífi.

 
At 2:26 AM, Blogger Ingimar said...

Við horfðum á 8 þætti af Buffy um helgina gaman, gaman

 
At 7:25 AM, Blogger Oskar Petur said...

Úff, passið ykkur á Buffy, Ingimar. Alveg rosalega ávanabindandi stöff!

Gilmore Girls leynir líka á sér - ég hataði þessa þætti þegar ég sá þá fyrst en datt svo inn í þá. Gerast líka í yfirburðafylkinu Conneticut!

 
At 4:28 PM, Blogger Ingimar said...

Veit alveg hvað Buffy er ávanabindandi. Stjúpdóttirin á allar seríurnar og Rebecca á complete Angel líka. Nóg hjá mér að gera ;)

Hef aðeins séð úr einum Gilmore Girls þætti, fannst hann hræðilegur, aldrei að vita hvað gerist við frekari skoðun. Að mínu viti eru bestu sjónvarpsþættir sem gerst hafa í Connecticut eðal þættirnir Soap.

Í gærkvöldi horfðum við á fyrstu 5 þættina af My Name is Earl. Eðalstuff.

 
At 3:46 PM, Blogger Hjördís said...

Var búin að horfa á allar seríur af Buffy en á ennþá eftir að horfa á Angel og Six feet under.

Óskar. Þú bloggar allt of lítið.

 
At 5:46 AM, Blogger raybanoutlet001 said...

polo ralph lauren
nike air force 1
longchamp outlet
prada outlet
michael kors outlet
nike shoes
nike factory outlet
ray ban sunglasses outlet
kate spade sale
christian louboutin shoes

 
At 8:55 AM, Blogger aaa kitty20101122 said...

nike roshe run
led shoes
yeezy shoes
nmd
roshe shoes
atlanta falcons jersey
michael kors outlet
yeezy boost 350
harden shoes
tom ford eyewear

 

Post a Comment

<< Home