15.8.06

Jæja, þá eru Gilmore Girls - A.k.a. Spíttmæðgur - búnar. Bót í máli er náttúrulega að ofurkvendið hún Veronica Mars er að koma í staðinn. Fóstbræður voru greinilega on to something þegar þeir lofsungu þriðjudagskvöld forðum daga.

GG kláruðust fyrir viku, þann 8.8. Því vekur það furðu mína að fyrsti þáttur VM sé ekki í kvöld, heldur eftir viku, þann 22.8. Vott ðe fökk givs?!?

Jú, gat það nú verið. Enn einu sinni ganga Íslendingar með þá skittsófrenísku ranghugmynd að "strákarnir okkar" geti Jakob Skít í fótbolta og flykkjast froðufellandi og slefandi inn á þetta hálfkláraða steypuhrúgald hjá Laugum, stingandi sig á steypujárnum og fáandi kranabómur í hausinn. Auðvitað kóar hið skitna RÚV með þessu liði og karpettbombar í tætlur alla von um sómasamlega þriðjudagsdagskrá.

Þetta er að sjálfsögðu leikur með nákvæmlega engan konsekvens, það eina sem Spánn, Ítalía, England - gott ef ekki Zambía, Albanía og Burkina Faso - nenna að svo mikið sem að reima fótboltaskóna sína fyrir eru VINÁTTULEIKIR við íslenska liðið (takið eftir hvernig ég tala ekki um "okkur" eða "strákana okkar").

Kannski - þ.e. ef spánska liðið nennir að eyða einhverjum smá kröftum í einhvern helvítis óþarfa - vinna meðlimir íslenska fótboltaliðsins leikinn. Vá. Eftir stendur 3ja sekúndna aukning í desibelafjölda vegna áhorfenda í ca. 200 m radíus frá Laugardalsvelli. Í 2, kannski 3, skipti.

Ekkert annað.

Já, og talandi um þetta steinsteypuhrúgald undir rassgöt fótboltaáhorfenda: Í nærfellt heilt ár hafa þessar HEEEEELVÍTIS byggingarframkvæmdir þvælst fyrir mér á leið minni til og frá Laugum. Sjitt, maður! Það er búið að fresta byggingu tónlistarhúss, jarðgöngum, vegagerð á Vestufjörðum, og Guðsi Himnadraugur má vita hverju vegna þenslu. Ekki þessu. Þetta verður notað einu sinni á ári. Í mesta lagi. Cartmanrödd!

Jafnmikið og ég nú hata og fyrirlít fótbolta af öllum lífs og sálar kröftum, þá viðurkenni ég nú samt að ég horfði á HM á Ítalíu, þ.e. undanúrslit og úrslit. Ég var á hóteli á Rimini, inni í hverfi nálægt ströndinni og þarna var upp-á-líf-og-dauða fílingurinn í ÖLLUM í hverfinu gjörsamlega áþreifanlegur. Sem var...kinda kúl.

Þetta er svo vangefnislega ekki keisið hér: Íslenska landsliðið á líklega - og vonandi - eftir að tapa. Þá kemst kannski 0,1% af þeirri staðreynd inn í kollinn á fólki að

ÍÍÍÍÍÍSSSSSLLLLLLEENNNNSSSSKAAA
LLLLAAAAANNNDDDDDSSSSLLLIIIÐÐÐIIIIÐÐÐ
GGGGGGGEEEEETTTTTTTUUUURRRRRR
EEEEEEKKKKKKEEEEEEEERRRRRRRTTTTTTTT
ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ
FFFFFÓÓÓÓÓÓÓÓTTTTTBBBBBOOOOLLLLLLTTTTTAAAAAA
!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Svo eftir 999 vináttuleiki í viðbót - sem klárast kannski sumarið 2150, eða þar um bil - verður þá loksins hægt að rífa þessa ógjéðslegu helvítis stúku, gera göngustíga þvers og kruss um fótboltavöllinn og hægt að lifa við þá staðreynd að íslenska landsliðið verður nr. 345 á heimslistanum (eftir að öll ríki heimsins hafa klofnað í 2-3 smærri og geta samt - þrátt fyrir blóðugar styrjaldir - MEIRA í fótbolta en íslenska landsliðið).

12 Comments:

At 4:15 PM, Blogger Sigga said...

Jó!
Póstburðardrengur bankaði uppá í gærkveldi með pakka til mín frá Amazon, sem þýðir bara eitt: helginni munum við Benni verja með Angelicus, season 3 og 4!
Jibbí!

 
At 3:06 PM, Blogger Oskar Petur said...

Vá! Ætlið þið að reyna að slá metið okkar Gunnu, við náðum held ég 1 seasoni á 1 degi einusinni.

Við lánum ykkur fá Angel Season 5 síðar - svo þurfið þið að tékka á Firefly/Serenity (ekki nema 12 þættir og ein bíómynd).

Við Gunna erum annars dottin inn í brill seríu sem heitir Six Feet Under. Fjallar um útfararstjóra, mjög líkt yfirburðardramanu American Beauty, enda eru þessir þættir gerðir af handritshöfundi þeirrar myndar.

 
At 12:50 AM, Blogger Sigga said...

Já við fengum einhverntíman Six feet under seríu 1 og 2 lánaða og áttum yndislegar stundir, brill brill.
Svo förum við í Firefly, þokkalega já.
Gott að lifa góðu og innihaldsríku lífi.

 
At 2:26 AM, Blogger Ingimar said...

Við horfðum á 8 þætti af Buffy um helgina gaman, gaman

 
At 7:25 AM, Blogger Oskar Petur said...

Úff, passið ykkur á Buffy, Ingimar. Alveg rosalega ávanabindandi stöff!

Gilmore Girls leynir líka á sér - ég hataði þessa þætti þegar ég sá þá fyrst en datt svo inn í þá. Gerast líka í yfirburðafylkinu Conneticut!

 
At 4:28 PM, Blogger Ingimar said...

Veit alveg hvað Buffy er ávanabindandi. Stjúpdóttirin á allar seríurnar og Rebecca á complete Angel líka. Nóg hjá mér að gera ;)

Hef aðeins séð úr einum Gilmore Girls þætti, fannst hann hræðilegur, aldrei að vita hvað gerist við frekari skoðun. Að mínu viti eru bestu sjónvarpsþættir sem gerst hafa í Connecticut eðal þættirnir Soap.

Í gærkvöldi horfðum við á fyrstu 5 þættina af My Name is Earl. Eðalstuff.

 
At 3:46 PM, Blogger Hjördís said...

Var búin að horfa á allar seríur af Buffy en á ennþá eftir að horfa á Angel og Six feet under.

Óskar. Þú bloggar allt of lítið.

 
At 5:46 AM, Blogger raybanoutlet001 said...

polo ralph lauren
nike air force 1
longchamp outlet
prada outlet
michael kors outlet
nike shoes
nike factory outlet
ray ban sunglasses outlet
kate spade sale
christian louboutin shoes

 
At 8:55 AM, Blogger Unknown said...

nike roshe run
led shoes
yeezy shoes
nmd
roshe shoes
atlanta falcons jersey
michael kors outlet
yeezy boost 350
harden shoes
tom ford eyewear

 
At 2:03 AM, Blogger jeje said...

adidas ultra boost
huarache shoes
vans shoes
nike air max95
cartier love bracelet
adidas stan smith women
cheap jordan shoes
air jordan
chrome hearts online
vanvan cleef and arpels

 
At 7:39 AM, Blogger Unknown said...

qzz0622
adidas outlet
michael kors outlet
oakley sunglasses
michael kors
nike shoes
pandora charms
coach outlet
ralph lauren polo shirts
christian louboutin outlet
air jordan 3

 
At 5:10 AM, Blogger yanmaneee said...

moncler outlet
yeezy shoes
supreme hoodie
adidas nmd
yeezy 500
christian louboutin outlet
adidas tubular
birkin bag
yeezy boost
air jordan

 

Post a Comment

<< Home