20.10.06

Þetta vídeó á eftir að rúlla í allan dag!

Ég sé mig tilneyddan til að pósta þessu hérna, í stað þess að senda þetta á hvern einasta kjaft með minnsta vott af tónlistaráhuga sem ég þekki. Og eru þeir fjölmargir!

Hvernig í andskotanum átti maður að trúa því að Mark E. Smith ætti eftir að syngja Zappa-lag? Reyndar er þetta frá fyrstu árum Mothers of Invention, sem var milljón sinnum svalara en seinni tíma Zappi, með sitt endalausa proggdjassrúnkvesen.

Svei mér þá, ég held að ég fljúgi barasta til Englands ef þetta á að vera á matseðlinum hjá besta bandi þess lands í framtíðinni. Nei annars:

FALL TIL ÍSLANDS!!! STRAAAX!!!

Mín árlega (tja, annað skipti) Airwaves úttekt kemur eftir helgi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home