30.11.06

Djöfulsins!

Hið magnaða tónleikaár 2006 (sem toppaði sig algjörlega með Sufjan, þar síðustu helgi) endaði alveg hreint skelfilega í gærkvöldi, með hinu ofurslappa bandi Brian Jonestown Massacre.

2.500 kallinn sem ég borgaði fyrir þetta rennur vonandi óskertur til Jakobínurínu, sem björguðu því sem bjargað varð í gær. Slingarar voru svona lala, sá þau í vor á Grand Rokk og þau voru mun betri þá.

Ég hafði ekki heyrt nema ca. 5 lög með BJM, þ.á.m. eitt rosafínt lag sem Þórir "Salvation Soldier" setti á "mixteip"-seksjónið á hinni alltaf-niðri kanínku.net. Var bara nokkuð spenntur, verð ég að segja.

Eftir endalaust stilli-vesen kom vitleysingurinn Anton Newcombe og byrjaði kvöldið á að gefa öllum sem voru fremst saltpillur (?!?), þ.á.m. mér. Kannski var þetta það besta sem bandið hafði fram að færa þetta kvöld - nei, nei, þeir tóku reyndar 2 fín lög (sem ég veit náttúrulega ekkert hvað heita), þ.á.m. áðurnefnt lag sem Þórir kynnti.

Annars var þetta hreinasta hörmung. Ég held að vandfundinn sé leiðinlegri frontmaður en Anton Newcombe, með sína "SJÁIÐ MIG! ÉG ER DÓÓÓPISTI, HAHAHAHAAA!!"-Pete Doherty wannabe takta, og hálfvitalegan hatt (dæmi: sjá viðtal við þetta leiðindagerpi). Alveg hreint hrikalega asnalegur gaur hringlaði einhverju tambúrínudrasli og 1000 gítarleikarar þjösnuðu fram slöppum riffum við enn ömurlegri lög.

Ef ég vissi ekki betur myndi ég kalla BJM slappa stælingu á Singapore Sling, ekki öfugt. Ég sá ekki annað en að fólk væri nokkuð sátt, utan 2 snillingar sem aldrei láta sig vanta á tónleika, þeir Stebbi og Kalli úr Sagtmóðigum. Þeir gengu út eftir hálft gigg.

Ég hélt þetta reyndar út til enda, sem var náttúrulega klukkan rúmlega 1:00 (ohh, hvað það er TÖFF að hafa tónleika svona SEINT!) og get ómögulega sagt að ég sé sáttur.

BJM eru nú með allar plötur sínar fríar til dánlóds á heimasíðu sinni af því þeir eru svo gríðarlega mikil "fórnarlömb plötufyrirtækjanna" eða eitthvað. Bú, hú, fokkíngs, hú! Af hverju gera þeir ekki eins og t.d. Fugazi gerðu? Nei, ég er ekki að tala um DIY-stöffið, heldur grundvallaratriðið sem er að SEMJA ALMENNILEG LÖG!

Frekar myndi ég BORGA mig inn á Kevin Federline en að eyða bandvídd í þessa vitleysu...nú, eða borga 10.000 kall á Sagtmóðigan!

3 Comments:

At 7:39 PM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju! Þú hefur verið kosinn mesta grenjuskjóða ársins 2006. Þú getur sótt vinninginn þinn á Borgarspítalann á þriðjudaginn 12. des.

BJM voru góðir...

 
At 4:29 PM, Blogger OGK said...

Hei. Kallinn. Saktmóðigur ekki Sagtmóðigur.

Hið besta.

 
At 1:45 PM, Anonymous Anonymous said...

golden goose sneakers
kyrie spongebob
bape
kyrie irving shoes
air jordan
golden goose sneakers
bape
golden goose
golden goose sneakers
cheap jordans

 

Post a Comment

<< Home