19.12.02

Jæja, maður getur ekki verið maður með mönnum nema að taka þátt í þessu blessaða bloggi.

"Blogga, blogga, blogga/Pósta, pósta, pósta/[eitthvað óskiljanlegt]/en kannt ekki að bösta"

Jæja, ég kann þó allavega forðast milliríkjadeilur.

Mikið hef ég mikla trú á þessum blogspot-gæjum. Ekkert verið að mergsjúga persónuupplýsingar af manni eins og jafn ómerkilegar stofnanir og "Flash", "Real Player" og svona dót, gera.

Sillinn hitti naglann á höfuðið - "Hlemmur" er alveg gríðarlega sterk mynd. Þess má geta að hvergi eru Sigur Rós sterkari en þegar þeir gera sándtrökk fyrir kvikmyndir. Er annars ekkert gríðarlega mikið fyrir þá.

Jæja, best að pósta þessu og kíkja á afraksturinn. Síjú.