30.11.06

Djöfulsins!

Hið magnaða tónleikaár 2006 (sem toppaði sig algjörlega með Sufjan, þar síðustu helgi) endaði alveg hreint skelfilega í gærkvöldi, með hinu ofurslappa bandi Brian Jonestown Massacre.

2.500 kallinn sem ég borgaði fyrir þetta rennur vonandi óskertur til Jakobínurínu, sem björguðu því sem bjargað varð í gær. Slingarar voru svona lala, sá þau í vor á Grand Rokk og þau voru mun betri þá.

Ég hafði ekki heyrt nema ca. 5 lög með BJM, þ.á.m. eitt rosafínt lag sem Þórir "Salvation Soldier" setti á "mixteip"-seksjónið á hinni alltaf-niðri kanínku.net. Var bara nokkuð spenntur, verð ég að segja.

Eftir endalaust stilli-vesen kom vitleysingurinn Anton Newcombe og byrjaði kvöldið á að gefa öllum sem voru fremst saltpillur (?!?), þ.á.m. mér. Kannski var þetta það besta sem bandið hafði fram að færa þetta kvöld - nei, nei, þeir tóku reyndar 2 fín lög (sem ég veit náttúrulega ekkert hvað heita), þ.á.m. áðurnefnt lag sem Þórir kynnti.

Annars var þetta hreinasta hörmung. Ég held að vandfundinn sé leiðinlegri frontmaður en Anton Newcombe, með sína "SJÁIÐ MIG! ÉG ER DÓÓÓPISTI, HAHAHAHAAA!!"-Pete Doherty wannabe takta, og hálfvitalegan hatt (dæmi: sjá viðtal við þetta leiðindagerpi). Alveg hreint hrikalega asnalegur gaur hringlaði einhverju tambúrínudrasli og 1000 gítarleikarar þjösnuðu fram slöppum riffum við enn ömurlegri lög.

Ef ég vissi ekki betur myndi ég kalla BJM slappa stælingu á Singapore Sling, ekki öfugt. Ég sá ekki annað en að fólk væri nokkuð sátt, utan 2 snillingar sem aldrei láta sig vanta á tónleika, þeir Stebbi og Kalli úr Sagtmóðigum. Þeir gengu út eftir hálft gigg.

Ég hélt þetta reyndar út til enda, sem var náttúrulega klukkan rúmlega 1:00 (ohh, hvað það er TÖFF að hafa tónleika svona SEINT!) og get ómögulega sagt að ég sé sáttur.

BJM eru nú með allar plötur sínar fríar til dánlóds á heimasíðu sinni af því þeir eru svo gríðarlega mikil "fórnarlömb plötufyrirtækjanna" eða eitthvað. Bú, hú, fokkíngs, hú! Af hverju gera þeir ekki eins og t.d. Fugazi gerðu? Nei, ég er ekki að tala um DIY-stöffið, heldur grundvallaratriðið sem er að SEMJA ALMENNILEG LÖG!

Frekar myndi ég BORGA mig inn á Kevin Federline en að eyða bandvídd í þessa vitleysu...nú, eða borga 10.000 kall á Sagtmóðigan!

20.11.06

Já, já, já! Sufjan Stevens tók tónleikaárið 2006 svo allsvakalega í nefið að það hálfa myndi slaga upp í meðal aleigu!

Tónleikafanatíkerinn sem ég er lét að sjálfsögðu ekki duga 1 sjóv heldur fór bæði kvöldin.

Föstudagssjóvið var alveg jafn frábært - jafnvel betra - en búast mátti við. Ég keypti miðana um verslunarmannahelgina í þeirri trú að hann yrði þarna við annan mann, plokkandi banjó og syngjandi, kannski með aukagítar, píanó, eða eitthvað bara lo-fi og létt.

En nei, nei - mætir ekki kauði bara með 10 manna band, búninga og vídeósýningu à la Flaming Lips hérna um árið. 'St Vincent', ung stúlka sem heitir Annie Clark með rafmagnsgítar og rafmagnsbassatrommu, hitaði upp. Rosaflott. Hún spilaði líka með Sufjan - bandið kallast 'The Illinoisemakers' - og aðra eins útgeislun frá manneskju á sviði man ég bara ekki eftir að hafa séð í háa herranst tíð.

Við Gunna fengum sæti alveg fremst (eftir að bíða í norðanfrostinu í ca. korter) og vorum alveg massasátt við þetta allt saman. Mikið af 'Seven Swans' lögum, sem er alveg frábær plata og alls ekki síðri en 'state' plöturnar tvær. Hann - og e.t.v. fleiri - voru á leiðinni á Sykurmolatónleika en samt spiluðu þau í 2 tíma.

Ekkert í þessum heimi hefði þó getað búið mig undir kvöldið eftir. Gunna sagði pass og leyfði mér að taka einhvern sem ég þekkti með í staðinn fyrir hana. Ég hringdi í Bennann en hann var dauðuppgefinn eftir Smekkleysuhark + 2 næturvaktir og þurfti að sofa. Tók Kalla Lúðvíks, Stöðfirðing með meiru, í staðinn og hann þetta líka sáttur.

Í þetta sinnið var ekkert gefið eftir. Öryggið, spilagleðin og 'höfum-ekkert-fyrir-þessu' fílingurinn skein úr hverjum andardrætti. Æðisgengið vídeóið með 'Detroit, lift up your weary head'-laginu af Michigan: Kaleidóskóp-geðveiki í gegnum allt lagið, sem endaði svo í gamalli kvikmynd með Detroit-skýjakljúfum . Feidát alveg í fullkomnum takti við lagið. Stórkostlegt, stórkostlegt, stórkostlegt!!!

Hafði saknað 'Man of Metropolis' af Illinois og 'A Good Man Is Hard to Find' af Seven Swans, sem var ekki á föstudagsgigginu. Nú tóku þau bæði þessi lög. Sufjan skutlaði Súperman-dúkkum í salinn í fyrra laginu. Tóku líka Jólalagið 'The Worst Christmas Ever' og krádið (ca. 500 manns í allt of lítilli kirkju) skoppuðu uppblásnum jólasveinum út um allt. Súrrealísk snilld.

Frábær spíttuð útgáfa af 'Chicago', útúrfönkað versjón af Jacksonville, 'John W. Gacy' tekið óaðfinnanlega á píanó, súperflott, brassað versjón af 'Sister'... Listinn er endalaus!

Eitt af all time topp 5 giggum hjá mér, ekki nokkur einasta spurning. Gott krád bæði kvöldin, þ.á.m. Zúri gæinn, Ingvar og Edda, Einar úr verkfræðinni (sem ég hitti á ÖLLUM tónleikum, b.t.w.), o.fl., o.fl. Kirkjan að springa úr fólki, heyrði af ofauknum 50 manna gestalista sem setti allt á hvolf - þröngt mega sáttir sitja, segi ég nú bara.

Snillin endar reyndar ekki hér. Ég beið fremst við sviðið á lau. í von um að fá 'Illinois' áritaða af Sufjan, án árangurs. Hringdi í Jón Karl, sem var í stúdíói, beið í 1-2 tíma eftir honum ('...ég kem eftir "hálftíma" ', sagði hann) á Andarunganum og var orðinn hálfþreyttur og næstum farinn heim.

Hringir ekki Jón, segir mér að hann hafi tafist á Kaffi Hljómalind og að Sufjan Stevens væri staddur þar í einkapartíi! Ég skellti í mig bjórnum, skaust upp Laugaveg og hitti kappann, sem var hinn allra vingjarnlegasti og að sjálfsögðu áritaði hann 'Illinois'. Ég fór og hitti Jón, náði varla andanum fyrir 'buzzi', man ekki eftir því að vera svona 'starstruck' áður.

Einhver besta helgi sem ég hef upplifað, nokkurntímann! Nú upphefst mikið Sufjan-tímabil á mp3-spilaranum...

15.11.06

Oooohhh, hinn stórkostlegi Hnakkus Strikes Again!!!.

Maðurinn nær m.a.s. í nokkrum línum að toppa hálfslappa færslu frá Maddox, þar sem hann er að bitcha yfir einhverjum nördaleikjatölvum.

Áfram Hnakkus!

Var annars í Barcelona um helgina. Þrusufínt.

2.11.06

Pönkbandið Fjölnir eru lang, lang, laaaangbesta nýja Íslenska bandið!

Einhvers konar 'intellektúal' versjón af Sagtmóðigi. Kornungir strákar úr MH, annar gítarleikarinn er rosalega líkur Samwise Gamgee úr LOTR (úff, verð að fara að venja mig af því að líkja fólki við kvikmyndastjörnur...).

Var að koma af útgáfutónleikum þeirra í Norðurkjallaranum (sem er horfinn inn í einhverja nýbyggingu!). Sándið í hönk en það skipti ekki máli, enda spilahæfileikar ekki á dagskrá í kvöld. Lögin þeirra eru full af sörpræsum í ofanálag. Héldu áfram með lag (2 sungu) þótt bassamagnarinn hafi DOTTIÐ á gólfið.

Þessir gaurar virðast nýstignir inn í bílskúrinn, þar sem þeir tóku upp hina mjög svo efnilegu plötu sína, án þess að virðast hafa haft hið minnsta fyrir því. Flott svona innkaupakerrur-á-Þingvöllum þema í koverinu (svolítið sem hinir "dauðu" geisladiskar hafa fram yfir eitthvað iTunes-rusl, muniði?).

Þetta band er of gott til að Airwaves 2007 eigi þá skilið. Þeir eru ekki einu sinni með mæspeissíðu!